fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Segir sakborninga í Gufunesmálinu hafa enga iðrun sýnt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. ágúst 2025 12:30

Stefán Blackburn við upphaf aðalmeðferðar. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmenn ekkju og sonar Hjörleifs Hauks Guðmundssonar varðandi krefjast 20 milljóna króna í miskabætur þeim til handa. Mbl.is greinir frá.

Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar. Ung stúlka er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif símleiðis og lokkað hann út í bíl til Stefáns og Lúkasar.

Lögmennirnir krefjast þess að þessi fjögur verði dæmd til að greiða miskabætur. Fimmti maðurinn er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við greiðslu úr einkabanka Hjörleifs og lagt inn á reikning Matthísar Björns.

„Þá sagði hún [lögmaðurinn] að sak­born­ing­arn­ir hafi reynt að ýja að því að ástæða þess að málið hafi farið úr bönd­un­um hafi verið að ekkj­an hafi elt bíl Stef­áns í Þor­láks­höfn. Þetta sýni meðal ann­ars að iðrun þeirra sé eng­in,“ segir í fréttinni og að aðdróttanir sakborninganna hafi verið ekkjunni mjög þungbærar.

Sextán ára fangelsi

Karl Ingi Vilbergssson, saksóknari í málinu, krefst þess að þeir Stefán, Lúkas og Matthías verði dæmdir í minnst 16 ára fangelsi. Þó megi gefa afslátt af refsingu Matthíasar vegna ungs aldurs hans, en hann er 19 ára. Vísir greinir frá þessu.

„Í ræðu sinni fyrir dómi lýsti Karl Ingi miklu innbyrðis misræmi í framburði sakborninganna þriggja, og sagði þá einnig á skjön við rannsóknargögn málsins. Þeir væru að fegra sinn hlut til að gera sem minnst úr eigin þætti,“ segir í frétt Vísis.

Karl Ingi krefst tveggja ára fangelsis yfir stúlkunni sem lokkaði Hjörleif heitinn út í bíl til mannanna, en þar af verði þrír mánuðir skilorðsbundnir. Krafist er þriggja mánaða skilorðsbundins dóms yfir piltinum sem ákærður er fyrir peningaþvætti í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eldri maður situr uppi með reikninginn – Var ekki skilgreindur sem aldraður

Eldri maður situr uppi með reikninginn – Var ekki skilgreindur sem aldraður
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um