fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Ferðamaður gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hafa keyrt á kind – „Ég hef aldrei drepið dýr áður“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. ágúst 2025 10:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður greinir frá því að hafa keyrt á kind á Íslandi. Hann segir að þetta hafi haft hræðileg áhrif á hann, sé í fyrsta skiptið sem hann drepi dýr og vilji bæta fyrir það.

„Ég keyrði á kind í dag og mér líður hræðilega,“ segir ferðamaðurinn í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit í gærkvöldi.

Ferðamaðurinn er mikill Íslandsvinur. Þetta er sjötta ferðin hans til landsins og hinar fimm gengu allar mjög vel fyrir sig. En þetta hafi valdið honum miklu hugarangri.

„Í dag, þegar ég var á bílaleigubílnum mínum einhvers staðar nálægt Vatnajökli, keyrði ég á kind. Ég var að hægja á mér þar sem ég var að koma að brú en þá stökk kindin út úr runna við veginn,“ segir ferðamaðurinn. „Ég veit að það er engin afsökun en ég hafði ekki einu sinni séð neinar kindur á þessu svæði og ég gat ekki séð inn í runnann.“

Örmagnaðist í runnanum

Ferðamaðurinn steig á bremsuna um leið og hann sá kindina en það var of seint. Hann sá bílinn lenda á kindinni að framan farþega megin.

„Ég stoppaði, setti hazard ljósin á og hringdi strax í 112 til að biðja um hjálp þar sem ég hafði ekki hugmynd um hver væri næsti sveitabær,“ segir hann. „Grey aumingjans kindin var enn þá á lífi. Ég veit að hún var fótbrotin en hún fór aftur inn í runnann og hrasaði þar og komst ekki aftur á fætur.“

Gjörsamlega niðurbrotinn

Neyðarlínan sendi sjúkrabíl á staðinn og ferðamaðurinn segir að sjúkraflutningamaðurinn hafi verið mjög ljúfur. Hann hafi hringt í bónda á staðnum til að koma og aðstoða sig með kinda. Hann sagði ferðamanninum að hann gæti farið.

„Mér líður hræðilega,“ segir hann. „Mér finnst svo hryllilegt að hafa meitt kindina, ég myndi aldrei vilja skaða nokkuð dýr, ég hef aldrei drepið dýr áður – í slysi eða á annan hátt – Ég er miður mín fyrir að hafa valdið þessum sársauka. Ég finn einnig til með eiganda kindarinnar, ég vildi að ég vissi hver hann er svo ég geti bætt þetta tjón á einhvern hátt,“ segir hann að lokum.

Grét eftir að hafa keyrt á fugl

Fleiri ferðamenn segjast hafa lent í svipuðu á Íslandi. Það er að hafa óvart drepið dýr.

„Ég keyrði á lítinn fugl þegar ég var að keyra um klukkan 1 um nótt í október. Ég var ekki að keyra of hratt en fuglinn birtist allt í einu,“ segir einn. „Ég gat ekki stoppað neins staðar á öruggum stað til að aðgæta með fuglinn. Ég grét restina af bílferðinni og ég grét á gistihúsinu og spurði eigandann hvort ég ætti að tilkynna þetta. Þetta var í fyrsta sinn sem ég drep dýr. Ég skil hvernig þér líður.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“
Fréttir
Í gær

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma

Hrannar sagður hafa játað aðild í umfangsmestu þjófnaðarmálum síðari tíma
Fréttir
Í gær

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“