fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 10:18

Svona var útlitið í einu af hverfum Kænugarðs í morgun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fimmtán létust og fjölmargir særðust í einhverjum umfangsmestu árásum rússneska hersins á Úkraínu síðan að innrásarstríð þeirra hófst í febrúar 2022.

Á meðal þeirra sem létust voru fjögur börn og í frétt CNN segir að þrjú þeirra hafi verið 2, 14 og 17 ára. Talið er að 598 sprengjudrónar hafi verið notaðir í árásunum og 31 flugskeyti. Tíu börn eru sögð hafa slasast.

Árásirnar í nótt beindust einkum að höfuðborginni Kænugarði en einnig að öðrum svæðum, að því er segir í frétt BBC.

83 ára kona lést í sprengjuárás í borginni Kherson og þá létust karl og kona, 47 og 49 ára, í árásum í þorpinu Novovorontsovka. Tveir óbreyttir borgarar létust svo í bænum Kostyantynivka.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að með árásunum hafi Rússar sýnt að þeir kjósi frekar að skjóta eldflaugum en að setjast við samningaborðið. „Þeir kjósa að halda áfram að drepa í stað þess að binda enda á stríðið. Rússar eru ekki enn farnir að óttast afleiðingar gjörða sinna,“ sagði forsetinn og kallaði eftir hörðum viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar

Óþrifnaður í sundlaugum – Íslendingar líka sóðar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“

Dásamar austfirskan „sendiherra“ Íslands – „Þó hann sé með pólskt vegabréf og tali ekki fullkomna íslensku“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Trump með George Soros í sigtinu

Trump með George Soros í sigtinu
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“