fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 10:18

Svona var útlitið í einu af hverfum Kænugarðs í morgun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fimmtán létust og fjölmargir særðust í einhverjum umfangsmestu árásum rússneska hersins á Úkraínu síðan að innrásarstríð þeirra hófst í febrúar 2022.

Á meðal þeirra sem létust voru fjögur börn og í frétt CNN segir að þrjú þeirra hafi verið 2, 14 og 17 ára. Talið er að 598 sprengjudrónar hafi verið notaðir í árásunum og 31 flugskeyti. Tíu börn eru sögð hafa slasast.

Árásirnar í nótt beindust einkum að höfuðborginni Kænugarði en einnig að öðrum svæðum, að því er segir í frétt BBC.

83 ára kona lést í sprengjuárás í borginni Kherson og þá létust karl og kona, 47 og 49 ára, í árásum í þorpinu Novovorontsovka. Tveir óbreyttir borgarar létust svo í bænum Kostyantynivka.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að með árásunum hafi Rússar sýnt að þeir kjósi frekar að skjóta eldflaugum en að setjast við samningaborðið. „Þeir kjósa að halda áfram að drepa í stað þess að binda enda á stríðið. Rússar eru ekki enn farnir að óttast afleiðingar gjörða sinna,“ sagði forsetinn og kallaði eftir hörðum viðbrögðum frá alþjóðasamfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni