Örlög aldagamals og afar verðmæts málverks sem nasistar stálu frá safnara af gyðingaættum á tímum seinni heimstyrjaldarinnar hefur vakið alþjóðlega athygli. Verkið, sem er frá árinu 1743 og er eftir barokklistmálarann Guiseppe Vittore Ghislandi, heitir „Mynd af dömu“ (e. Portrait of a lady) og var í eigu
hollenska listaverkasalans og gyðingsins Jacques Goudstikker.
Goudstikker átti mjög stórt safn af listaverkum, eða um 1.100 verk, og var stór hluta þeira seldur með valdi til nasistaleiðtogans Hermanns Göring skömmu eftir að Goudstikker flúði frá Hollandi árið 1940. Á undanförnum áratugum hefur tekist að endurheimta mörg verkanna en í gegnum árin hefur það verið ráðgáta hvað varð um þetta tiltekna verk eftir Ghislandi.
Blaðamenn hollenska blaðsins AD hafi árum saman reynt að rekja ferðir verksins, meðal annars með því að fara í gegnum gömul skjöl frá stríðsárunum. Þau skjöl bentu sterklega til þess að verkið hefði endað í fórum SS-foringjans, Friedrich Kadgien, sem flúði til Argentínu eftir að styrjöldinni lauk. Höfðu blaðamenn hollenska miðilsins reynt að banka upp á í gegnum árin hjá ættingjum nasistaforingjans en gripið í tómt.
Að endingu kom málverkið fram á sjónarsviðið þegar það sást hangandi fyrir ofan í áðurnefndri fasteignaauglýsingu í áðurnefndu húsi sem er í eigu dóttur Kadgien, Patriciu.
Í kjölfarið fengu lögregluyfirvöld húsleitarheimild og skömmu síðar var bankað upp á hjá nasistadótturinni. Þegar þangað var komið var hins vegar búið að skipta málverkinu út fyrir nýrra verk. Var hin aldna Patricia á vettvangi ásamt lögfræðingi sínum og var þögul sem gröfin.
Daily Mail fjallar um málið og vonbrigði rannsakenda þegar ljóst var að þeir gripu í tómt. Er talið að Patricia gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir að hylma yfir þjófnaðinn og er fasteignaauglýsing þar mikilvægt sönnunargagn.