fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 14:35

Sjálfboðaliðar sem hafa pakkað varningi í barnaboxin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónus fór af stað með nýtt verkefni á þessu ári til að koma til móts við verðandi foreldra. Verkefnið kallast Barnabónus en markmið þess er að styðja við bakið á barnafjölskyldum. Nú þegar hefur Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu á haustmánuðum. Andvirði barnaboxanna er ríflega 60 milljónir króna.

Hugmyndin byggir á barnaboxi sem komið var á fót í Finnlandi 1938 til að styðja við foreldra og draga úr fátækt, eins og segir í tilkynningu. 

„Okkar hugmynd er af svipuðum toga og í boxunum eru vörur sem gagnast nýbökuðum foreldrum mjög vel. „Við höfum fengið sjálfboðaliða til að pakka vörunum í boxin og styrkjum á móti félagið Gleym mér ei“, segir Pétur Sigurðsson verkefnastjóri hjá Bónus.

Þá fékk Bónus ljósmóðurina Helgu Reynisdóttur í lið með sér við að velja vörur í boxin.  

Í boxunum eru til að mynda bleiur, blautþurrkur, snuð, krem, tannburstar, náttföt, samfella og tannhringur (naghringur) svo eitthvað sé nefnt.

„Við erum himinlifandi yfir viðtökunum. Við þökkum birgjunum okkar sem eru stoltir af því að taka þátt í verkefninu. Sjálfboðaliðarnir hafa líka unnið afar óeigingjarnt starf og gefið vinnuna sína í þágu Gleym mér ei, sem við erum afar þakklát fyrir,“ segir Pétur.

Thelma Lind Jóhannsdóttur og Óskar Bjarnasson sem tóku við fyrsta Barnabónusnum, en sonur þeirra kom í heiminn þann 19. mars sl.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Í gær

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni