fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 14:35

Sjálfboðaliðar sem hafa pakkað varningi í barnaboxin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónus fór af stað með nýtt verkefni á þessu ári til að koma til móts við verðandi foreldra. Verkefnið kallast Barnabónus en markmið þess er að styðja við bakið á barnafjölskyldum. Nú þegar hefur Bónus gefið 2500 barnabónusbox og 1600 umsóknir til viðbótar bíða afgreiðslu á haustmánuðum. Andvirði barnaboxanna er ríflega 60 milljónir króna.

Hugmyndin byggir á barnaboxi sem komið var á fót í Finnlandi 1938 til að styðja við foreldra og draga úr fátækt, eins og segir í tilkynningu. 

„Okkar hugmynd er af svipuðum toga og í boxunum eru vörur sem gagnast nýbökuðum foreldrum mjög vel,“ segir Pétur Sigurðsson verkefnastjóri hjá Bónus.

Sjálfboðaliðar pakka vörunum í boxin og á móti styrkir Bónus félagið Gleym mér ei fyrir þeirra vinnuframlag. Þá fékk Bónus ljósmóðurina Helgu Reynisdóttur í lið með sér við að velja vörur í boxin.  

Í boxunum eru til að mynda bleiur, blautþurrkur, snuð, krem, tannburstar, náttföt, samfella og tannhringur (naghringur) svo eitthvað sé nefnt.

„Við erum himinlifandi yfir viðtökunum. Við þökkum birgjunum okkar sem eru stoltir af því að taka þátt í verkefninu. Sjálfboðaliðarnir hafa líka unnið afar óeigingjarnt starf og gefið vinnuna sína í þágu Gleym mér ei, sem við erum afar þakklát fyrir,“ segir Pétur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig