fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. janúar 2025 17:30

Það koma færri skemmtiferðaskip í sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meira en áttatíu skemmtiferðaskipakomur hafa verið afbókaðar í janúar og mánuðurinn er ekki búinn. Skipafélögin afbóka til þess að mótmæla nýju innviðagjaldi sem þau telja ósanngjörn.

Vefmiðillinn The Travel greinir frá þessu.

Hið nýja gjald tók gildi um áramótin en það er 2.500 krónur á hverja nótt hjá hverjum farþega skemmtiferðaskipa. Þetta er fimmföldun á því sem skipafélögin þurftu að greiða áður fyrir hvern farþega.

Yfir 80 skipakomur hafa verið afbókaðar í janúar og mánuðurinn er ekki búinn. Búist er við frekari afbókunum víða um landið. Á Akureyri er búist við 44 afbókunum, 10 í Vestmannaeyjum og 7 í Grundarfirði svo dæmi séu tekin.

Stjórnvöld gerðu ráð fyrir að hin nýju gjöld myndu hala inn um 1,5 milljarði króna í ríkiskassann en miðað við afbókanirnar eru þær áætlanir í uppnámi.

Sjá einnig:

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

Ástæðan fyrir því að skipafélögin hafa afbókað í staðinn fyrir að velta gjaldinu út í miðaverðið er að þau vilja helst ekki hafa nein „falin gjöld“ inni í verðmiðanum. Hinn möguleikinn er að skipafélögin taki gjöldin á sig sjálf og þá minnkar gróðinn. Hafa þau mörg hver því frekar ákveðið að sleppa því að sigla til Íslands, bæði af fjárhagslegum ástæðum og til þess að mótmæla gjaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“