fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fréttir

Foreldrum í Kópavogi brugðið vegna manns sem kennir börnum ofbeldi úti á götu – „Þetta er mjög skringileg hegðun“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2024 10:00

Í myndböndunum sést meðal annars að maðurinn er með hníf í pokanum. Myndir/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrum í Kópavogi er brugðið vegna fullorðins manns sem hefur sést kenna börnum, sumum mjög ungum glímubrögð og skylmingar nálægt Hamraborg. Lögreglan hyggst hafa uppi á manninum.

„Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða og hafa uppi á þessum manni og ræða við hann. Þetta er mjög skringileg hegðun,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi.

Lögreglan hefur ekki fengið tilkynningar um manninn en hefur séð myndbönd af athæfi hans sem hefur verið deilt í hverfagrúbbur í Kópavogi. Gunnar segir það ekki í lagi að fullorðinn maður kenni börnum fangbrögð og skylmingar úti á götu.

Með kylfur og hníf í pokanum

Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, heldur úti TikTok síðu þar sem hann birtir myndbönd. Einnig hafa vegfarendur náð ljósmyndum af því þegar hann hefur verið að kenna fangbrögð.

Sést maðurinn, sem er mjög kraftalega vaxinn, meðal annars taka unglingspilt taki aftan á hálsinn og rífa hann niður í götuna og sýna ógnandi stöðu með hnefanum.

video
play-sharp-fill

Á þetta horfa mun yngri krakkar, sem allir eru með einhvers konar sverð eða prik.

Í öðrum myndbandi sést hann úti á götu með bakpoka og sýna hvað sé í honum. Þar er meðal annars tvær kylfur og hnífur.

Foreldrar óttaslegnir

Eins og gefur að skilja hefur málið vakið ótta hjá foreldrum í hverfinu og hafa myndbönd og myndir af þessu verið birt í hverfagrúbbum.

„Mèr finnst ástæða til að biðla til foreldra barna, sem stunda það að fara á ærslabelginn við Bókasafn Kópavogs, að ræða við börnin um að láta vita þegar þessi maður er á svæðinu,“ segir einn íbúi. „Þykir það algjörlega fyrir neðan allar hellur að hann sè að mæta með „sverð“, hnífa og hvaðeina og sýna og kenna börnum án þess að foreldrar sèu viðstaddir. Ekki síst í ljósi nýliðinna atburða og aukinnar tíðni vopnaburðar á meðal barna/ungmenna.“

„Það er bara ekkert eðlilegt við það að maður úti í bæ sé að kenna börnunum okkar sjálfsvörn með kylfum,geislasverðum og hnífum. Sjálfsvörn ætti að vera kennd af fagaðilum sérstaklega þegar verið er að kenna börnum,“ segir ein kona. „Að auki sýnist mér hann vera með vodka pela í töskunni sem gerir málið enn alvarlegra. Börnin okkar eiga að geta leikið sér örugg á einu vinsælasta leiksvæði Kársness.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump
Fréttir
Í gær

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi
Fréttir
Í gær

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lilja veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef kviknað hefði í rútunni fyrr – „Það hefði orðið algjört öngþveiti“

Lilja veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef kviknað hefði í rútunni fyrr – „Það hefði orðið algjört öngþveiti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu heilbrigðisráðherra dansa fyrir góðan málstað – „Willum er með stórt og fallegt hjarta og við erum honum afar þakklát fyrir alla hjálpina“

Sjáðu heilbrigðisráðherra dansa fyrir góðan málstað – „Willum er með stórt og fallegt hjarta og við erum honum afar þakklát fyrir alla hjálpina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland og átta önnur ríki reið út í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn – Ætla að ráðleggja Rússum

Ísland og átta önnur ríki reið út í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn – Ætla að ráðleggja Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér“

„Afar þungbært að stéttarfélagið Efling kjósi að efna til mótmæla fyrir utan veitingastað okkar og persónugera þau með myndum af mér“
Hide picture