fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Play kynnir nýjan áfangastað: Stórfengleg matarmenning og fallegar strendur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. september 2024 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Play hefur kynnt nýjan áfangastað og verður fyrsta flugið farið þann 24. maí næstkomandi.

Um er að ræða spænsku borgina Valencia og verður flogið á þriðjudögum og laugardögum fram til 29. september næstkomandi.

Valencia verður níundi áfangastaður Play á Spáni en fyrir flýgur félagið til Alicante, Barcelona, Fuerteventura, Gran Canaria, Madríd, Malaga, Mallorca og Tenerife.

„Borgin státar af undurfögrum arkitektúr sem er auðséð á dómkirkju borgarinnar og hinu heimsfræga Lista- og vísindasafni. Matarmenningin er stórfengleg og þá eru fallegar strendur ekki langt undan. Skemmtana þyrstir munu síðan finna eitthvað fyrir sinn snúð í Ruzafa-hverfinu,“ segir í tilkynningu Play.

Valencia er fjórði nýi áfangastaðurinn sem Play kynnir til sögunnar á jafnmörgum vikum. Miðasala er þegar hafin fyrir áætlunarferðir til Álaborgar í Danmörku, Faro í Portúgal og Pula í Króatíu á næsta ári en þar að auki hefur Play ákveðið að fjölga ferðum til Split í Króatíu.

„Þá er níundi áfangastaðurinn okkar á Spáni kominn í sölu og við sjáum fyrir mikinn áhuga á Valencia á næsta ári. Við viljum bjóða Íslendingum upp á öfluga áætlun til sólarlandaáfangastaða og Valencia mun án efa heilla þá sem sækja borgina heim. Einnig finnum við fyrir áhuga Spánverja á að nýta þjónustu okkar til Íslands þar sem farþegar geta nýtt sér að dvelja á okkar fagra landi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram innan leiðakerfis okkar,” segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst