fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Rowling og Musk gætu átt fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér vegna ummæla um Khelif – Rannsókn saksóknara hafin

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 20:00

Rowling og Musk gætu verið í vondum málum út af ummælum um Khelif. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnefaleikakonan og nýkrýndi ólympíumeistarinn Imane Khelif hefur kært Elon Musk og J.K. Rowling fyrir netníð. Tæknimógúllinn og rithöfundurinn gætu átt fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér tapi þau málinu.

Nafn hinnar alsírsku Khelif hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og hafa margir ranglega haldið því fram að hún sé karlmaður að keppa í kvennaflokki. Er það byggt á vafasömu kynjaprófi hnefaleikasambandsins IBA, sem er undir hæl Rússa. Einnig hefur því ranglega verið haldið fram að Khelif sé transkona. Khelif vann gull á ólympíuleikunum í 66 kílógrammaflokki kvenna.

Á meðal þeirra sem létu falla ummæli um Khelif voru Rowling og Musk, en þau hafa bæði einnig komist í fjölmiðla á undanförnum árum vegna andúðar á transfólki.

Hörð viðurlög

Khelif lagði fram kæru á hendur Musk, Rowling og fleirum í Frakklandi vegna meints netníðs eins og segir í frétt breska blaðsins Daily Mail. Nabil Boudi, lögmaður Khelif, nefndi þau tvö sérstaklega en einnig er möguleiki að fleiri nöfnum verði bætt við kæruna. Meðal annars nafni Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Kæran var lögð fram hjá nethatursglæpadeild saksóknara í síðustu viku, skömmu áður en ólympíuleikunum lauk.

Möguleg refsing fyrir netníð af þessu tagi eru samkvæmt frönskum hegningarlögum 2 til 5 ára fangelsisdómur. Einnig sektir á bilinu 4,5 til 7 milljónir króna. Fyrir hatursorðræðu geta legið sektir á bilinu 11,5 til 38 milljónir króna. Ólíklegt er að milljarðamæringarnir Rowling og Musk hafi miklar áhyggjur af sektunum, annað gildir um hugsanlega fangelsisdóma.

Hægt að sækja fólk til saka í öðrum löndum

Að sögn Boudi er kæran hluti af baráttu Khelif fyrir réttlæti, reisn og heiðri. Auk áðurnefndra nafna er henni beint gegn ótilgreindum notendum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þar sem hatursorðræða gegn henni hefur fengið að grassera.

Sjá einnig:

Andstæðingar transfólks hafi nýtt sér tækifærið þó Khelif sé ekki transkona – „Óhuggulegt er að fylgjast með fólki níðast á þessari konu“

„Það sem við erum að óska eftir er að saksóknari rannsaki ekki aðeins þetta fólk heldur hvern sem hann telur eiga sök. Ef málið fer fyrir rétt þá muni þau þurfa að svara til saka,“ sagði lögmaðurinn.

Þó að málið hafi verið kært í Frakklandi þá eigi að vera hægt að sækja fólk til saka í öðrum löndum.

Fjórþætt rannsókn

Saksóknaraembættið í Frakklandi staðfesti í dag að það hefði hafið rannsókn á málinu byggt á kæru Khelif. Ekki voru nefnd nein nöfn í því samhengi.

Rannsóknin er fjórþætt og lýtur að netníði um kyn einstaklings, móðgandi ummæli um kyn einstaklings, móðgandi ummæli um uppruna einstaklings og opinbera hvatningu til mismununar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“
Fréttir
Í gær

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega