Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna tilkynningar um að bát hefði hvolft í Hvalfirði. Einnig lögregla, sjóbjörgunarsveitir og áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
„Vegfarendur sögðu bátinn vera um 300 metra frá landi og sáu mann á kili bátsins,“ segir í tilkynningunni. „Björgunarsveitir frá Akranesi, Kjalarnesi og Reykjavík héldu á staðinn og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var ræst út á mesta forgangi.“
Þegar björgunarfólk kom á staðinn hafði manninum tekist að komast um borð af sjálfsdáðum. Hann var hins vegar blautur og kaldur og hlúðu viðbragðsaðilar að honum. Eftir það var hann fluttur með þyrlu til skoðunar á sjúkrahúsi í Reykjavík.