fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Túristamótmælin komin til Barcelona – Skjóta úr vatnsbyssum á ferðamenn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 13:00

Mótmælendur vilja ferðamennina burt. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Túristamótmælin sem hófust á Tenerife og Gran Canaria í vor eru komin upp á meginland Spánar. Harkalega er mótmælt í stórborginni Barcelona, þar sem hefur verið vatnsskortur undanfarið.

Mótmælendur beindu spjótum sínum að ferðamönnum á laugardag. Meðal annars skutu þeir úr vatnsbyssum á ferðamenn sem sátu og gæddu sér á mat á veitingastöðum eins og greint er frá í frétt CNN.

„Ferðamenn, farið heim!“ var slagorð mótmælendanna, sem gengu fylktu liði í gegnum borgina með stóra borða og blaktandi fána. „Barcelona er ekki til sölu!“

Þúsundir voru saman komin til að mótmæla. Minna mótmælin mikið á þau sem hafa verið á Kanaríeyjum og Mallorca fyrr á þessu ári.

Þessir ferðamenn urðu fyrir bunu. Mynd/Youtube

Sumir myndu segja að ferðamenn komi með gjaldeyri og atvinnu inn á þessi svæði en hinn gríðarlegi ferðamannastraumur hefur haft slæmar afleiðingar fyrir almenning. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið, sem og almennt verðlag og venjulegt fólk fær lítinn ágóða af ferðamannastraumnum. Í mörgum tilfellum rennur hann óskiptur til stórra hótel og veitingastaðakeðja, sem eru margar hverjar ekki einu sinni spænskar. Verstir þykja ferðamenn á svokölluðum „allt innifalið“ hótelum. Þá þykja umhverfisleg áhrif ferðamennsku einnig vera sérstaklega slæm, meðal annars í kringum náttúruperlur.

Þrettán aðgerðir

Mótmælin voru skipulögð af samtökunum Assemblea de Barris pel Decreixement Tursitic (Hverfissamtök um fækkun ferðamanna), en um 100 önnur samtök tóku þátt í þeim.

Forsvarsmenn samtakanna segja að þeir 26 milljón ferðamenn sem heimsækja borgina ár hvert hækki verðlagið og þrengi að innviðunum, svo sem samgöngum. Hagnaðinum frá ferðaþjónustunni sé dreift mjög ójafnt sem auki félagslegt óréttlæti.

Samtökin leggja til þrettán aðgerðir til að fækka ferðamönnum. Meðal annars að loka höfninni fyrir skemmtiferðaskipum, að herða reglur um gistingar og að stöðva opinberar auglýsingar á Barcelona sem ferðamannastað.

Borgarstjóri gagnrýndur

Jaume Collboni, borgarstjóri Barcelona, segist þegar hafa brugðist við offjölgun ferðamanna með ýmsum aðgerðum. Meðal annars að afturkalla leyfi 10 þúsund skammtímaleiguíbúða frá og með árinu 2028. Þá hafi skattar á hvern ferðamann á skemmtiferðaskipi verið hækkaðir í 4 evrur fyrir hverja nótt.

Collboni hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir að bregðast ekki nógu hart við og fyrir að leyfa ýmsa viðburði sem laða að ferðamenn. Svo sem America´s Cup siglingakeppnina og Louis Vuitton tískusýningu í Gaudi garðinum.

Erfitt að finna allt

„Það er mikið af fólki alls staðar,“ sagði Yves Marceau, þróunarstjóri hjá ferðaþjónstufyrirtækinu G Adventures við vefmiðilinn Skift. Sagði hann að ferðaþjónustan hafi þurft að leita út fyrir miðborg Barcelona. „Það er erfitt að finna nokkurn skapaðan hlut, að komast í samgöngur, hótel, eitthvað. Við höfum reynt að takmarka þá daga sem við dveljum með hópa í Barcelona.“

Búist er við því að ferðamannamótmælin breiðist enn frekar út. Meðal annars til Malaga þar sem farið er að bera á húsnæðisskorti vegna offjölgunar ferðamanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi