fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ástþór sakaður um ágengni þegar hann mætti óboðinn í matsal HA – „Þeir voru bara í grunnskólabörnum“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. mars 2024 12:00

Ástþór segist ekki hafa verið ágengur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppákoma var í matsal Háskólans á Akureyri þegar Ástþór Magnússon mætti til að safna undirskriftum og kynna hugmyndir sínar varðandi framboð sitt til embættis forseta Íslands.  Að sögn umsjónarmanns fasteigna var skólinn fullur af grunnskólabörnum í starfskynningu og hafi Ástþór og kvikmyndatökumaður sem honum fylgdi aðallega verið að tala við þau. Starfsfólk grunnskóla hafi verið ósátt við þetta. Einnig urðu hörð orðaskipti á milli starfsfólks matsölunnar og myndatökumannsins.

Reiði út af myndatöku

Fyrr í vikunni komu Ástþór og kvikmyndatökumaðurinn Torfi Þór Runólfsson inn í matsalinn Kaffi Borg í Háskólann á Akureyri, en hinn síðarnefndi er að gera heimildarmynd um framboðið.

Ástþór bað fólk að skrifa undir og að sögn heimildarmanna gekk það upp og ofan að fá fólk til þess.

„Ég kom í kaffistofuna þarna og bauð nokkrum aðilum að skrifa undir. Ég var ekki ágengur á nokkurn hátt, alls ekki,“ segir Ástþór.

Hafi þá kona sem vann í matsalnum tekið upp símann sinn til að taka mynd. Eftir því tók Torfi og fór og talaði við konuna.

„Hann sagði að ég ætti aðdáenda hérna. Viltu mynd með Ástþóri?“ segir Ástþór aðspurður um þetta. „Ég hafði snúið baki við þessari konu og sá ekkert að hún væri að taka einhverjar myndir. Ég sagði jú jú ekkert mál. En þá vildi hún það ekki.“

Fólk dró sig í hlé vegna stæla

Aðvífandi kom Gunnar Rúnar Gunnarsson, forstöðumaður reksturs fasteigna í háskólanum. Hann segir að Ástþór hafa verið að ræða við grunnskólabörn úr áttunda bekk, sem voru í starfakynningu.

„Það var einhver sem tók mynd af honum þar sem hann stóð yfir krökkunum. Þá kom hans aðstoðarmaður og var með skít og skömm. Hvurs lags þetta væri að taka myndir og hvort að fólk gæti þá ekki stillt sér upp með Ástþóri,“ segir Gunnar. Orðaskipti hafi átt sér stað. „Fólk dró sig í hlé af því að það langaði ekki að standa í svona stælum. Fannst þetta vera yfirgangur og ókurteisi af hálfu þessa manns.“

DV hafði samband við Torfa Þór sem vildi ekki tjá sig um atvikið.

Gerðu ekki boð á undan sér

Gunnar segir einnig að starfsfólk grunnskólans sem voru með krakkana í kynningunni hafi verið mjög ósátt við þetta. Hafi átt orðaskipti við bæði Ástþór og Torfa og sig.

Gunnar Rúnar Gunnarsson segir Ástþór og Torfa ekki hafa gert boð á undan sér. Mynd/HA

„Starfsmenn grunnskólanna stugguðu við þeim og sögðu: Hvað eruði að gera að hamast hérna í börnum í áttunda bekk?“ segir Gunnar. „Þeir voru ekkert í háskólanemunum. Þeir fengu athugasemdir niður í sal vegna þess að þeir voru bara í grunnskólabörnum.“

Starfsfólk grunnskólans spurði Gunnar hvort hver sem er gæti valsað inn í skólann og gera hvað sem er. Hann segir að þegar þetta er gert í matsalnum sé það að minnsta kosti á mjög gráu svæði. Hann segir líka að allir aðrir geri boð á undan sér, það sé almenn kurteisi.

„Ég fæ óhemju mikið af heimsóknum, fólk að kynna hugmyndir og annað. Allir hafa samband og spyrja: Er í lagi að koma í dag? Hvernig stendur á? Við verðum á þessum stað og ætlum að kynna þetta. En svo koma þessir tveir og tala ekki við neinn. Vaða inn í miðjar kynningar, inn í samræður, inn í allt,“ segir Gunnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”