fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Fréttir

Fiskikóngurinn lætur góða fólkið heyra það og segir ríkið þurfa að girða sig í brók – „Getið étið það sem úti frýs” 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2024 14:30

Kristján Berg Ásgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson segir margt ljótt hafa verið sagt um sig og fyrirtæki hans undanfarnar vikur eftir að hann tjáði sig um það að hann vildi ekki tjaldbúðir Palestínumanna á Austurvelli.

„Ég taldi það bara ekki passa við mína menningu og uppruna að leyfa slíkt þar. Taldi bara betra að hafa mótmælin öðruvísi og á öðrum stað,“ segir Kristján í færslu á Facebook og segir hann mjög fáa vita hvaða hug hann ber til samfélagsins og til þeirra sem koma kannski til landsins sem innflytjendur eða flóttamenn.

„Ég er algerlega á móti öllu flóttafólki, innflytjendum sem kemur hingað og hangir á spena íslenska ríkisins.  Nennir ekki að vinna, fær íbúðir, tannlæknaþjónustu og annað frítt frá okkur skattgreiðendum svo mánuðum og eða árum skiptir. Þá segi ég NEI takk og vill það fólk í burtu af mínu landi,“ segir Kristján. 

Hann segist að ef Ísland ætli að taka á móti fólki þá „þarf að gera það vel frá a-ö, eða sleppa því að taka á móti fólkinu.“

Kristján birtir mynd af sér með nýjasta starfsmanni sínum, Jesus, sem kom til landsins sem flóttamaður fyrir sirka ári síðan.

„Ég var tilbúinn að ráða hann til vinnu fyrir mörgum mánuðum síðan, en vegna fokkings seinagangs hjá öllu sem ríkið tekur sér fyrir hendur og svarar seint og illa, þá hefur hann þurft að vera á spena hjá ríkinu í alltof langan tíma. Hefði verið hægt að spara nokkrar milljónir þar,“ segir Kristján og spyr hvers vegna þetta ferli taki svona langan tíma og segir að þeir sem stjórna landinu þurfi að taka ábyrgð og setja reglur strax.  Segir hann nýjasta starfsmanninn Jesus standa sig afbragðs vel í starfi. „Er jákvæður, snyrtilegur, leggur sig fram í starfi og er byrjaður að læra íslensku af miklum krafti. Jesus. Vertu velkominn til starfa hjá okkur og ég óska þér mikillar velgengni í starfi og búsetu hér á landi.

„Ég óska eftir að ríkið taki sig saman í andlitinu, girði sig í brók og vinni þessi flóttamannamál á miklu meiri hraða.  Þannig að þeir sem sækja um fái annað hvort NEI eða JÁ svar, sem fyrst um landvistarleyfi. Ef svarið er já, þá þarf fólkið að getað fengið vinnu í einum grænum hvelli. Ekki að þurfa labba um  göturnar í marga mánuði og á spena á kostnað skattgreiðanda.“

Segir starfsmenn sína sjálfbæra og ekki á spena

Kristján segist vera með 22 á launaskrá, 13 eru útlendingar. „Flestir af mínum starfsmönnum koma sem flóttamenn eða vegna fjölskyldutenginga. Ég er með fólk frá: Víetnam, Kólumbíu, Ungverjalandi, Venesúela og einn frá Breiðholti,“ segir Kristján.

„Þið „góða fólkið“ sem rakkið mig og mín fyrirtæki niður getið étið það sem úti frýs.

Það eru menn eins og ég, sem tökum þetta fólk að okkur, sköffum þeim vinnu og gefum þeim tækifæri á að fá launaða vinnu, kennum þeim á íslensku handbrögðin og íslenska menningu, enda er fólkið meira í vinnunni en við nokkuð annað sem það gerir hér á landi.

Þessir starfsmenn mínir, þeir greiða svo skatta og sjá um sig sjálfir ef þau vilja vera hér á okkar landi.  Eru sjálfbær og ekki á spena.  Er það ekki eins og við viljum hafa þetta??

Það þarf að taka til í þessari ríkisstjórn og setja stífar reglur sem hægt er að vinna eftir og setja reglur á íslensku sem allir skilja. Hætta að tala og fara að framkvæma. Það er vinnan sem ríkisstjórnin á að vinna. Við góða fólkið vil ég segja: Þið vitið ekki neitt um hvernig mitt hjarta slær.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin
Fréttir
Í gær

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“
Fréttir
Í gær

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig
Fréttir
Í gær

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta
Fréttir
Í gær

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“