fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fréttir

Dóra Björt lofar úrbótum í „Stóra bílastæðamálinu” – Diljá er sektuð fyrir að leggja í sérmerktu p-stæði og bendir á leiðir til lausna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 16:30

Dóra Björt og Diljá

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir borgarstjórn hafa ákveðið að skoða „stóra bílastæðamálið og verklagið ofan í kjölinn“. Þannig mun borgarstjórn leggjast heildstætt yfir verklag við útgáfu sekta vegna stöðubrota í Reykjavík.

Mál Önnu Ringsted sem búið hefur í fjörutíu ár á Frakkastíg vakti mikla athyglu nýlega eftir að hún fékk sekt fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Hún og Elísabet Ýr Sveinsdóttir, dóttir hennar, mótmæltu sektinni, en var hafnað. Þremur dögum eftir að Vísir birti frétt um málið var sektin endurgreidd og viðurkenndi borgin að stöðumælavörður hafi gert mistök þegar hann sektaði. Einnig hafi Bílastæðasjóður ekki átt að hafna beiðni mæðgnanna um endurgreiðslu þegar þær mótmæltu sektinni.

Borgarstjórn brettir upp ermar og skoðar verklag

Dóra Björt birti í dag langa færslu um bílastæðamálið þar sem hún segir um borgarstjórn: „Við erum auðmjúk gagnvart þeim tækifærum sem reglulega koma upp í fjölbreyttum verkefnum borgarinnar til að bæta verklag, herða skrúfur og taka til í ferlunum okkar og við brettum viljug upp ermar þar sem þarf. Líkt og nú.“

Rekur Dóra Björt umræðuna sem átt hefur sér stað síðustu daga og hún hefur áður tjáð sig opinberlega um, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum:

„Undanfarið hefur verið töluverð umræða um breytt verklag við eftirlit með bílastæðum á einkalóðum, sér í lagi í miðborg og vesturbæ. Þetta breytta verklag kom aftan að mörgum og að mínu mati hefði upplýsingagjöf þurft að vera mun betri sem og fyrirvarinn meiri, í anda þjónustustefnu borgarinnar. Ég hef þar sem ég hef tjáð mig opinberlega gert grein fyrir almennum prinsippum um almannahag, umferðaröryggi gangandi og stóru myndina þegar sektað er þar sem ekki er leyfilegt að leggja bílum. Eftir sitja samt margar spurningar um jafnræðissjónarmið, gagnsæi og forgangsröðun þannig að við nýtum krafta okkar sem best til að að tryggja umferðaröryggi okkar óvörðu vegfarenda.

Sömuleiðis hafa komið upp tilfelli þar sem sektun hefur orðið fyrir mistök eins og við Frakkastíginn eins og frægt er orðið. Mér þótti það mál ansi sérstakt og fannst full ástæða til að það yrði skoðað betur sem og var gert, sem endaði með því að sektin var endurgreidd og gleðst ég yfir því að hið rétta hafi náð fram að ganga.

Umferðaröryggi, aðgengi óvarðra vegfarenda og að standa vörð um almannahagsmuni eru leiðarstef í vinnu okkar hjá borginni. En gagnsæi, jafnræði og góð þjónusta einnig.

Í ljósi alls þessa höfum við ákveðið að leggjast heildstætt yfir verklagið við álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík í þágu fræðslu, bættrar upplýsingagjafar, jafnræðis og góðrar þjónustu við íbúa um leið og við skoðum forgangsröðun verkefna í þágu virkra ferðamáta.“

Starfshópur stofnaður sem vinna mun verklagsreglur

„Eftirfarandi tillaga var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í gær:
Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem vinni drög að verklagsreglum um framkvæmd álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík með áherslu á fræðslu, upplýsingagjöf og góða þjónustu við íbúa. Líta skal til markmiða umferðarlaga um umferðaröryggi með sérstakri áherslu á öryggi þeirra sem nýta virka ferðamáta og annarra viðkvæmra hópa í umferðinni. Tryggja skal jafnræði og gæta þess að sambærileg mál séu meðhöndluð með sambærilegum hætti.

Greinargerð:
Vinna Bílastæðasjóðs við að hafa eftirlit með bifreiðastöðum í borginni er mjög mikilvæg til að tryggja öryggi og aðgengi allra vegfarenda. Á sama tíma er mikilvægt að aðgerðir séu fyrirsjáanlegar og í samræmi við tilefni. Í sumum tilfellum er nokkuð ljóst að um brot er að ræða, líkt og þegar lagt er á gangstétt eða of nærri gangbraut en í öðrum tilfellum ekki. Í anda þjónustustefnu borgarinnar er lagt til að starfshópurinn fari yfir núverandi verklag og geri tillögu að breytingum og viðbótum til að tryggja betri upplifun borgaranna m.a. með betri upplýsingum, fyrirsjáanleika og samræmdri meðhöndlun.“

Diljá eyðir miklum tíma í að fá niðurfelldar sektir fyrir að leggja í sérmerkt stæði

Nokkrir hafa skrifað athugasemd við færslu Dóru Bjartar, þar á meðal Dilja Ámundadóttir Zöega, kynningar-og jafnréttisfulltrúi Listaháskóla Íslands, sem búsett er á Þórsgötu og er með sérmerkt p-stæði, þar sem dóttir hennar, Luna, er með Downs-heilkenni. Dilja er fyrrum varaborgarfulltrúi Viðreisnar og bendir hún á að hún hafi tvisvar fengið sekt fyrir stöðubrot þrátt fyrir að leggja í eigið sérmerkt stæði. Dágóðum tíma hafi síðan þurft að eyða í að fá sektina fellda niður og segir Diljá að þarna sé ekki vel farið með tíma fólks, sem kosti einnig fjármuni.

„Takk fyrir þetta Dóra – mér líst vel á þetta hjá ykkur.
Mig langar til að fá að henda inn í tveimur ábendingum inn í vinnu starfshópsins:
– En ég hef tvisvar(!) sinnum fengið 20.000kr stöðubrotssekt þar sem bílinn minn er lagður í okkar eigið sérmerkt p-stæði,“ segir Dilja og birtir með mynd úr kerfi Bílastæðasjóðs.

„Sjálf þurfti ég að eyða dágóðum tíma til að fá þetta leiðrétt og í leiðinni eyddu þó nokkrir starfsmenn þjónustuvers sem og inni hjá Bílastæðasjóði í að kafa ofan í þetta mál, funda um það og komast svo að niðurstöðu að eðlilega ætti að fella sektina niður. Tvisvar. Hér var nú ekki vel með tíma fólks farið, tíma sem kostar líka fjármuni.

Möguleg ástæða sektarinnar er að P-merkið hennar Lunu sé útrunnið. Ef það reynist vera ástæðan þá væri það sannarlega verkefni fyrir starfshópinn að skoða hvort rétt sé að sekta viðkomandi jafnháa upphæð og ef e-r gerist brotlegur og leggur í stæði sem er hvorki merkt þeim bíl né með P-kort vegna fötlunar/annara ríkra ástæðna.“

Diljá bendir einnig á að margir íbúar kunni ekki að fletta því upp á vef borgarinnar hvort stæði þeirra teljist lögleg eða ólögleg og segir því upplagt að niðurstöðum starfshóps fylgi góðar upplýsingar um hvernig megi nálgast þær upplýsingar:

„Hin ábendingin snýr að þessum blessuðu óleyfistæðum svokölluðu í deiliskipulaginu góða. En nú veit ég um fjöldann allan af íbúum hér í miðborg sem óttast það að fá sekt fyrir að leggja í stæði inn á eigin lóð (eins og þau hafa gert til fjölda ára). En kunna ekki að fletta því upp inn í vefsjá eða hvar sem er í borgarskipulaginu á vefnum. Svo til að fylgja eftir þjónustustefnu Rvk væri hér upplagt að niðurstöðum starfshópsins fylgdi gott aðgengi fyrir þau sem vilja kynna sér yfirlitið yfir leyfisstæði og óleyfisstæði(!) í sínum borgarhluta í skipulaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsaka hlutdeild Péturs Jökulls í stóra kókaínmálinu – „Auðvitað teljum við okkur hafa upplýsingar“

Rannsaka hlutdeild Péturs Jökulls í stóra kókaínmálinu – „Auðvitað teljum við okkur hafa upplýsingar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Akureyrarbær hafnaði beiðni Sjúkrahússins

Akureyrarbær hafnaði beiðni Sjúkrahússins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skoðar tengsl gluggagægja meðal sorphirðumanna og innbrota á Álftanesi

Lögreglan skoðar tengsl gluggagægja meðal sorphirðumanna og innbrota á Álftanesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy tjáir sig um Pútín – „Ég held að þetta muni veikja hann mjög mikið“

Zelenskyy tjáir sig um Pútín – „Ég held að þetta muni veikja hann mjög mikið“