fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Munu markaðssetja kanadískan sjávarútveg

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2024 09:11

Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar\TBWA og framkvæmdastjóri SDG\TBWA í Noregi, Carrita Jonassen verkefnastjóri, Vetlla Majgren Uthaug og Ida Luise Andersen hönnuðir hjá SDG\TBWA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dótturfyrirtæki Pipar\TBWA í Noregi, SDG\TBWA, hefur unnið alþjóðlega samkeppni um uppbyggingu á nýju vörumerki, staðfærslu og markaðssetningu á kanadískum sjávarútvegi. Verkefnið er unnið fyrir Atlantic Groundfish Counsil, samtök sjávarútvegsfyrirtækja á austurströnd Kanada. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

,,Þetta var mjög stór samkeppni nokkurra alþjóðlegra stofa og markaðsfyrirtækja. Ferlið stóð yfir í um sex vikur og mikið gleðiefni þegar stofan okkar var valin,” segir Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar\TBWA og framkvæmdastjóri SDG\TBWA í Noregi. Fréttir af sigri SDG\TBWA í samkeppninni hafa vakið athygli í Noregi og verið fjallað um það í norskum fjölmiðlum.

,,Verkefnið var unnið í samvinnu milli stofanna okkar í Noregi og Íslandi ásamt TBWA í Kaupmannahöfn sem við vinnum einnig mikið með. Við höfðum á þessum tíma nýlokið við sameiginlega Evrópuherferð fyrir danska síld. Við hófum ferillinn með stórri stefnumótunarvinnu sem við héldum miðsvæðis fyrir sem flesta sem þurftu að koma að verkefninu og varð því Brussel fyrir valinu. Mikilvægt var að geta nýtt okkur net TBWA um alla Evrópu og Afríku í markaðssrannsóknum. Til að takast á við verkefnið skipti miklu máli reynsla frá verkefnum sem við höfðum unnið fyrir Samherja og markaðssetningu á bleikju í Bandaríkjunum, stefnumótun fyrir SFS ásamt vinnu fyrir Skaginn 3X, Völku og fleiri aðila í þeim geira. Reynsla dótturfyrirtækis okkar The Engine skipti einnig sköpum í því að geta tekið verkefni sem þetta frá upphafi til enda á svo mörgum mörkuðum,“ segir Valgeir.

,,Það fyrsta sem er farið að sjást af því sem við erum að gera er herferð sem við erum núna að keyra í Svíþjóð fyrir fisktegund frá Kanada sem er mjög svipuð rauðsprettu. En vænta má að við getum sýnt verkefnið fljótlega en við höfum unnið að því í nokkra mánuði nú þegar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt