fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Fékk slá í höfuðið og fær áheyrn í Hæstarétti

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 31. október 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns gegn Vátryggingafélagi Íslands (VÍS) og Heklu. Maðurinn gerði bótakröfu á bæði félögin í kjölfar þess að hann fékk hliðslá í höfuðið á athafnasvæði Heklu. Héraðsdómur hafði dæmt manninum í vil en Landsréttur sneri dómnum við og sýknaði fyrirtækin. Í áfrýjunarbeiðni til Hæstaréttar sagði lögmaður mannsins að dómur Landsréttar í málinu þýddi að minni kröfur væru gerðar af dómstólum en áður til öryggisráðstafana fyrirtækja.

Um var að ræða hliðslá sem notuð var til þess að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum Heklu. Maðurinn krafðist bóta vegna þess líkamstjóns sem hann varð fyrir og höfðaði mál á hendur Heklu og VÍS þar sem fyrrnefnda fyrirtækið var með ábyrgðartryggingu. Héraðsdómur féllst á kröfu mannsins en Landsréttur sýknaði fyrirtækin. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hliðið væri með svokallaða CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Landsréttur tók ekki undir að hliðið hefði verið vanbúið eða að Heklu hefði borið skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Landsréttur sagði einnig ekkert benda til þess að hliðið hefði verið bilað, ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess eða að viðhaldi hefði verið ábótavant.

Var fótgangandi

Í ákvörðun Hæstaréttar kemur fram að maðurinn hafi verið fótgangandi þegar hann fékk slánna í höfuðið en í dómi Landsréttar komi fram að ekki yrði ráðið af málsgögnum að fótgangandi viðskiptavinum hafi verið beint þá leið sem maðurinn kaus að ganga. Landsréttur sagði einnig að ekki hefði verið sýnt fram á að aðstæður á lóð Heklu hefðu brotið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Í beiðni sinni til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi vildi lögmaður mannsins meina að málið hefði verulegt almennt gildi ekki síst hvað varðaði ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Sagði í beiðninni að dómur Landsréttar fæli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki séu fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Einnig segir í beiðninni að ekki séu kunn fordæmi þess að áðurnefndri CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar.

Hæstiréttur samþykkti áfrýjunarbeiðni mannsins á þeim grundvelli að úrslit málsins geti haft verulegt almennt gildi um þau efnisatriði sem það snýr að.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi