fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. júlí 2024 14:30

Pawel er ekki sáttur við svindl þar sem nöfn og ásjóna ráðherra eru notuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er æfur vegna þess að stjórnvöld látið það óátalið að svikahrappar noti nöfn og ásjónu ráðherra í fjársvikum á Facebook. Vill hann að stjórnvöld kalli forsvarsmenn samfélagsmiðilsins til ábyrgðar.

„Hvaða aumingjaskapur er það í íslenska ríkinu að láta svona endalaust magn „Þúsundir íslendinga eru að missa af þessari glufu“. Og „frægt fólk vill ekki að þú vitir af þessu!“ spammi. Með myndum af forsætisráðherranum okkar og alles,“ segir Pawel í færslu á samfélagsmiðlum.

Birtir hann tvö skjáskot af slíku svindli með færslunni. Þar sem meðal annars má sjá (nokkuð gamla) mynd af Bjarna Benediktssyni.

„Þetta er ekki að gerast á einhverjum síðsovéskum darkweb [myrkravef] síðum heldum Facebook,“ segir Pawel og eggjar stjórnvöld til aðgerða. „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku, gefa út stefnu / ákæru og fara fram á eðlilegar skaðabætur í hlutfalli við veltu fyrirtækisins.“

Að lokum segir Pawel internetið sem slíkt vera frábært en einhver verði að standa í lappirnar gegn augljósu svindli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Harma áfrýjun Skagafjarðar gegn tónlistarkennurunum þremur – „Afskaplega sorgleg mannauðsstefna“

Harma áfrýjun Skagafjarðar gegn tónlistarkennurunum þremur – „Afskaplega sorgleg mannauðsstefna“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ný áfengisverslun í samstarfi við Hagkaup opnar í dag

Ný áfengisverslun í samstarfi við Hagkaup opnar í dag
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Virkaði þetta? Nei,“ segir Pútín – En er það rétt?

„Virkaði þetta? Nei,“ segir Pútín – En er það rétt?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ein stærsta ósk Úkraínumanna hefur virst vera utan færis – Alveg þangað til í gær

Ein stærsta ósk Úkraínumanna hefur virst vera utan færis – Alveg þangað til í gær
Fréttir
Í gær

Danir sviptu Nuuk flugvöll alþjóðaleyfinu – Forsætisráðherrann segir ástandið óviðunandi

Danir sviptu Nuuk flugvöll alþjóðaleyfinu – Forsætisráðherrann segir ástandið óviðunandi
Fréttir
Í gær

Friðrik segir drengi nídda niður í hatrammri réttrúnaðarumræðu – „Hundsaðir, niðurlægðir, hæddir og skammaðir“

Friðrik segir drengi nídda niður í hatrammri réttrúnaðarumræðu – „Hundsaðir, niðurlægðir, hæddir og skammaðir“