fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum fjármálastjóri félagsins Netgengið ehf, sem á og rekur aha.is, stefndi félaginu vegna kröfu um vangreidd laun og óuppgert orlof.  Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag þar sem fallist var á kröfur hans að hluta, en dómurinn sýnir hversu mikilvægt er að gæta þess að launaseðill fyrir uppgjör launa endurspegli afstöðu vinnuveitanda til orlofsstöðu.

Til álita kom ákvæði í ráðningarsamningi um að föst laun fjármálastjóra hækki um 200 þúsund krónur á mánuði ef félaginu tækist að fá inn fjármagn. Fjármálastjórinn taldi að fjármagn hefði fengist inn um ári áður en hann lét að störfum. Þá hafði Netgengið fengið skammtímalán upp á 54 milljónir og gert samstarfssamning upp á 5 milljónir.

Vinnuveitandinn mótmælti þessari túlkun. Til hafi staðið að fá utanaðkomandi fjármagn í formi fjárfestingar. Það hafi ekki tekist líkt og vonir stóðu til um og því var farin sú leið að taka skammtímalán  upp á 54 milljónir. Fjármálastjórinn hafi tekið þátt í lántökunni og verið meðvitaður um að þarna væri um svokallað neyðarlán að ræða til að bjarga rekstrinum þar til fjármögnun fengist. Lánið var veitt samkvæmt veði í léninu aha.is og var aðeins veitt til 12 mánaða. Lánið var gjaldfallið þegar fjármálastjórinn lét af störfum og honum því mátt vera ljóst að þarna væri ekki á ferðinni fjármögnun sem virkjaði launahækkunina. Lánið var tekið um ári áður en fjármálastjórinn hætti en hann hefi ekkert minnst á þá túlkun sína að hann liti svo á að laun hans hefðu átt að hækka við lántökuna. Hann hafi fyrst minnst á það eftir að hann var hættur.

Dómari rakti að þegar fjármálastjórinn var ráðinn inn hafi hann tekið þátt í vinnu við að fá inn fjármagn. Honum hafi því mátt vera ljóst hvers konar fjármagni var leitað eftir og að neyðarlán uppfyllti ekki þær kröfur. Því var Netgengið sýknað af þessum hluta málsins.

Hitt atriðið varðaði ógreitt loforð. Þar krafðist fjármálastjórinn 77,01 tíma samkvæmt tilgreindri uppsöfnun orlofs á síðasta launaseðli. Vinnuveitandinn benti á að þessi orlofsstaða væri röng. Fjármálastjórinn hafi starfað hjá aha.is í 17 mánuði og unnið sér inn 42,5 orlofsdaga. Hann hafi svo fengið einn orlofsdag til viðbótar út af álagstíma. Á þessum 17 mánuðum hafi fjármálastjórinn verið í alls þrjá mánuði í fríi þegar tekið var saman orlofstaka, launalaust orlof og fæðingarorlof. Allt í allt hefði orlofssöfnun numið 35 dögum.

Fjármálastjórinn hefði sjálfur borið ábyrgð á launaútreikningi og verið treyst til þess. Það hafi komið vinnuveitanda í opna skjöldu þegar hann krafðist um 566 þúsund króna vegna óuppgjörðs orlofs enda hefði hann þá tvisvar tekið þriggja vikna sumarfrí auk nokkurra annarra orlofsdaga fyrr um sumarið og í kringum jól, eða samtal 47 daga á starfstímanum. Hann hafi því í raun verið í orlofsskuld við fyrirtækið. Fjármálastjórinn hefði á launaseðlum miðað útreikninga við daglaunasamning frekar en fastlaunasamning. Hann hafi því ítrekað verið í fríi án þess að skrá það á sig sem orlof. Þess í stað hafi hann tiltekið að hann væri að taka út yfirvinnu í fríi, þó að um slíkt hafi aldrei verið samið. Hann hafi því reiknað sér orlof á yfirvinnu sem var innifalin í fastlaunasamningi, í raun tvöfaldað orlof sitt. Hann hafi eins reiknað á sig orlofstíma jafnvel þegar hann var í orlofi, en ekki sé hægt að safna orlofi í orlofi.  Vinnuveitandi framvísaði yfirliti til að sýna viðveru fjármálastjórans og það frí sem hann hafði tekið sér.

Dómari rakti að gegn andmælum fjármálastjórans væri ekki hægt að leggja viðveruyfirlit til grundvallar í málinu, enda skjal sem vinnuveitandinn hafði einhliða útbúið. Á síðasta launaseðli kæmi fram að fjármálastjórinn ætti uppsafnaða 77,01 tíma í orlof. Fjármálastjórinn hafi ekki sjálfur útbúið síðasta launaseðil og hefði vinnuveitandi því átt að fara vel yfir skjalið og leiðrétta orlofsstöðu, ef tilefni væri fyrir slíkt. Ekki væri annað hægt en að taka mið af launaseðlinum og þarf Netgengið ehf því að greiða orlofið sem þar var tilgreint. Fjármálastjórinn fyrrverandi fær því 566 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks