fbpx
Mánudagur 09.september 2024
Fréttir

Guðmundur: Fólki refsað fyrir að gefast upp á Íslandi – Nýtt heimsmet í lágkúru?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir að ríkisstjórnin hafi slegið eigið heimsmet í lágkúru með fáránlegu fjárhagslegu ofbeldi gegn öldruðu og veiku fólki í fjáraukalögum rétt fyrir jól.

Guðmundur Ingi segir þetta í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Þau áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar í skjóli næt­ur að fella brott per­sónu­afslátt aldraðs fólks á eft­ir­laun­um og ör­yrkja á líf­eyr­is­laun­um sem búa er­lend­is sýn­ir svart á hvítu ein­beitt­an fjár­hags­leg­an of­beld­is­hug henn­ar til þeirra sem reyna að lifa af í bútasaumuðu al­manna­trygg­inga­kerfi þeirra.“

Guðmundur Ingi segir að stór hluti þeirra sem reyna að lifa af í þessu „öm­ur­lega“ keðju­verk­andi skerðing­ar­kerfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar búi við fá­tækt og einnig í sárafátækt í henn­ar boði.

Sjá einnig: Anna ósátt við ríkið:Hegnt fyrir að vilja frekar dvelja á sólarströnd en í volæði á Íslandi

Brot á ákvæðum stjórnarskrár?

„Þeim sem hafa gef­ist upp á því að búa hér á landi í þeirra öm­ur­lega boði í áfram­hald­andi fá­tækt og eymd og flutt utan í leit að betra lífi er þegar refsað fyr­ir það grimmi­lega í skerðing­ar­kerf­inu. Við það að búa er­lend­is er tek­in af ör­yrkj­um og öldruðum t.d. heim­il­is­upp­bót, ald­urs­upp­bót, fram­færslu­upp­bót og upp­bót vegna rekstr­ar bif­reiðar.“

Guðmundur Ingi veltir fyrir sér hvort ekki séu allir jafnir fyrir lögum og hvort það sé ekki brot á stjórnarskrá að mismuna fólki.

„Er hægt að mis­muna fólki með því að af­nema per­sónu­afslátt­inn af greiðslum frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins en ekki af launa- eða líf­eyr­is­sjóðstekj­um annarra sem búa er­lend­is? Hvað með þá sem fá borgað bæði frá TR og líf­eyr­is­sjóði og eru með skatt­kortið og þá per­sónu­afslátt­inn hjá líf­eyr­is­sjóðnum en ekki TR? Er þá bara tek­inn per­sónu­afslátt­ur­inn af þeim sem eru með hann hjá TR?“

Gera allt til að stöðva þetta

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hátt skrifaður hjá Guðmundi og segir hann það ekki hafa komið á óvart að þetta „fjárhagslega ofbeldi“ hafi orðið til í fjármálaráðuneytinu í boði flokksins. Spyr hann samt hvar Fram­sókn og Vinstri-græn voru þegar þessi „óskapnaður“ var lagður fram.

„Var þetta gert með samþykki þeirra og vissi fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra um þetta og samþykkti hann þetta mót­báru­laust?“

Guðmundur Ingi bendir á að fyr­ir ráðherra og alþing­is­menn sé per­sónu­afslátt­ur­inn ekki stór­mál og hafi ekki úr­slita­atriði á af­komu þeirra. „En það er hrein og klár aðför að um­rædd­um hópi aldraðra og ör­yrkja er­lend­is að svipta þá allt að 65.000 króna per­sónu­afslætti á mánuði í skjóli næt­ur í fjár­auka­lög­um.“

Guðmundur Ingi segir að nú fari fram end­ur­skoðun á al­manna­trygg­inga­lög­um er varðar mál­efni ör­yrkja og óttast hann að með svona vinnu­brögðum eigi ör­yrkj­ar ekki von á góðu.

„Hvað hef­ur aldrað og veikt fólk gert á hlut þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar sem rétt­læt­ir svona fjár­hags­legt of­beldi og það strax án allr­ar umræðu og/​eða upp­lýs­ing­ar til þeirra?“

Í grein sinni segir Guðmundur að Flokkur fólksins hafi komið í veg fyr­ir að rík­is­stjórn­in samþykkti þessa eigna­upp­töku á per­sónu­afslætt­in­um með því að fá henni frestað um eitt ár.

„Á þessu ári mun­um við í Flokki fólks­ins gera allt til að stöðva þetta fjár­hags­lega of­beldi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Við mun­um aldrei samþykkja svona vinnu­brögð gagn­vart öldruðu og veiku fólki. Aldrei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm

Óhugnanlegt ofbeldismál – Hlekkjuðu barnunga syni við rúm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening

Strætó biður eigendur sína aftur um meiri pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin

Sakaðir um að hafa sett á svið bílslys í Hafnarfirði – Stöðvaði bíl í 40 sekúndur og ók svo hægt út á gatnamótin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega

Manndrápstilraun í Vesturbænum – Sagði parið hafa verið að atast í sér og særði manninn lífshættulega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hélstu að sumarið væri búið? 

Hélstu að sumarið væri búið? 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“

Birgir Örn: „Miklu alvarlegra en mörg ungmenni gera sér grein fyrir“