fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Fréttir

Héraðssaksóknari vill að Steina fái þungan dóm fyrir manndráp – Tók hún út pirring á sjúklingnum eða reyndi hún að bjarga mannslífi?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. maí 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örlög Steinu Arnadóttur, 62 ára gamals fyrrverandi hjúkrunarfræðings, ráðast á næstu vikum, en það dregur nær lokum aðalmeðferðar í  máli hennar við Héraðsdóm Reykjavíkur. Steina er sökuð um manndráp vegna láts sjúklings, sextugrar konu, á geðdeild Landspítalans árið 2021.

Steina hefur lýst því að ástand konunnar hafi verið með þeim hætti að hún hafi átt heima á bráðadeild en ekki geðdeild. Hafi ástand hennar skapað mikið álag á deildinni. Hún segist hafa verið að reyna að bjarga lífi konunnar með því að láta hana drekka orkudrykk, þar sem matur hafi staðið í henni. Hafði hún þegar selt upp blómkáli og kjötbita eftir að hún bankaði í bak hennar.

Sjá einnig: Steina segist hafa gert allt sem hún gat til að bjarga lífi sjúklingsins

Samstarfsfólk Steinu segir hins vegar að hún hafi gengið fram með þjösnaskap og neytt vökva ofan í konuna. Dómskvaddur matsmaður telur köfnun af völdum kremkennds efnis vera líklegustu dánarorsökina (sjá RÚV).

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari í málinu, krefst þess að Steina fáin þungan dóm. V greinir frá. Telur hún að Steina hafi verið pirruð þetta kvöld enda vaktin þung og erfiður sjúklingur til meðhöndlunar. Hún hafi tekið út pirringinn á sjúklingnum. Dagmar heldur því fram að framburður Steinu stangist á við framburð þriggja samstarfskvenna hennar. Ein þeirra hafi flúið út úr herberginu, önnur hefði sagt að hún héldi að sjúklingurinn væri að deyja og sú þriðja að sjúklingur væri hættur að anda.

Segir Dagmar að allt bendi til þess að Steina hafi gengið fram með offorsi og haft ásetning um að neyða drykkinn ofan í konuna. Hún væri menntaður hjúkrunarfræðingur og hefði átt að vita  að það væri hættulegt að neyða drykk ofan í manneskju sem vildi hann ekki. Einnig hefði Steinu verið kunnugt um að sjúklingurinn væri mjög veikur og ætti erfitt með að kyngja.

Segir Dagmar að Steina eigi sér litlar málsbætur. Hún hafi verið stjórnandi vaktarinnar og hafi hvorki hlustað á sjúklinginn né samstarfsfólk sitt á vaktinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Óli Björn segir hingað og ekki lengra: „Nú er lang­lund­ar­geð mitt end­an­lega þrotið“

Óli Björn segir hingað og ekki lengra: „Nú er lang­lund­ar­geð mitt end­an­lega þrotið“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla með mikinn viðbúnað eftir hnífaárás í gærkvöldi

Lögregla með mikinn viðbúnað eftir hnífaárás í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Hversu nærri þriðju heimsstyrjöldinni erum við?

Hversu nærri þriðju heimsstyrjöldinni erum við?
Fréttir
Í gær

Kolfinna Eldey jarðsungin í dag – „Mesta ráðgáta lífsins þegar foreldri sem elskar barnið sitt getur samt ekki verndað það fyrir sjálfu sér“

Kolfinna Eldey jarðsungin í dag – „Mesta ráðgáta lífsins þegar foreldri sem elskar barnið sitt getur samt ekki verndað það fyrir sjálfu sér“