fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Fréttir

Twitter logar vegna ritdeilu Elon Musk og Haraldar – „Þetta er sturlað“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. mars 2023 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að um fátt sé meira rætt á samfélagsmiðlinum Twitter en ritdeilu Elon Musk, ríkasta manns heims og eiganda miðilsins, og Haraldar Inga Þorleifssonar, fyrrum starfsmanns Twitter. Eins og frægt varð keypti Twitter fyrirtækið, Ueno, sem Haraldur hafði byggt upp og í kjölfarið varð íslenski frumkvöðullinn starfsmaður samfélagsmiðlarisans.

Musk hefur staðið fyrir algjörri umbyltingu á starfsemi Twitter, sem deildar meiningar eru um hvort að sé til góðs eða ekki. Rétt fyrir síðustu mánaðarmót var síðan uppsagnarhrina hjá Twitter og varð Haraldur skyndilega var við að búið var að loka á hann í kerfum fyrirtækisins.

Haraldur spurði Musk síðan hreint út á Twitter-síðu sinni hvort að hann væri einfaldlega enn starfsmaður fyrirtækisins enda hefði yfirmaður starfsmannamála ekki getað staðfest það við sig. Óskaði hann eftir hjálp Twitter-samfélagsins við að vekja athygli Musk á málinu og varð að ósk sinni. Færslan hefur verið lesin 17 milljón sinnum af notendum forritisins og endurdeilt um 13 þúsund sinnum.

Athygli Musk var vakin og í kjölfarið hófust ótrúleg samskipti fyrir opnum tjöldum sem enn sér ekki fyrir endann á. Spurði Musk meðal annars Harald við hvað hann hafði unnið en Haraldur svaraði því á þá leið að hann gæti ekki tjáð sig um það á Twitter án þess að brjóta trúnað. Musk staðfesti þá að þeim trúnaði hefði verið aflétt og í kjölfarið taldi Haraldur upp verkefni sín fyrir samfélagsmiðlarisann.

Meðal annars vinnu við svokallaða Saas-samninga, sem að sögn Haraldar sparaði fyrirtækinu tugi millljóna, auk þess að stýra margvíslegum hönnunarverkefnum fyrirtækisins. Musk brást við upptalningunni með því að hlægja af íslenska frumkvöðlinum.
Í annarri færslu sakaði Musk síðan Harald um að hafa ekki unnið neitt af viti fyrir Twitter.


Á meðan ritdeilunni stóð upplýsti Haraldur svo um að hann hefði fengið svar frá mannauðsstjóra Twitter sem að hefði staðfest að hann væri ekki lengur starfsmaður fyrirtækisins.

Virtist Haraldur sáttur við að fá það loks á hreint en spurði svo Musk lokaspurningar. „Næsta spurning er hvort að þú munir sjá til þess að ég fá borgað í samræmi við það sem mér er skuldað samkvæmt samningi? “

Greinilegt er að Haraldur telur að Musk muni komast hjá því að greiða það sem fyrirtækinu ber en auðkýfingurinn hefur ekki enn brugðist við spurningu Haraldar.

Eins og áður segir hafa samskiptin vakið mikla athygli í Twitter-samfélaginu. Upplifun notenda miðilsins er kannski best líst með þessum orðum eins netverja: „Þetta er sturlað. Af hverju ætti greyið maðurinn að þurfa að sanna virði sitt fyrir þessu skriðdýri.“

Dæmi um viðbrögð vinsælla Twitter-notenda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli
Fréttir
Í gær

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfest að Modestas sé hinn látni

Staðfest að Modestas sé hinn látni