fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Rússar fjölga í herliði sínu í austurhluta Úkraínu – Telja stórsókn yfirvofandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 06:40

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú streyma rússneskir hermenn og hergögn til hertekinna svæða í austurhluta Úkraínu. Svo hratt streyma hermenn og hergögn til svæðisins að háttsettir úkraínskir herforingjar hafa varað við að yfirvofandi stórsókn Rússa og telja að hún hefjist jafnvel í næstu viku.

Héraðsstjórinn í Luhansk sagði í úkraínsku sjónvarpi á mánudaginn að Rússar hafi sent liðsauka til héraðsins og sé það liður í undirbúningi stórsóknar sem hefjist jafnvel í næstu viku. Hann sagði að mikið magn skotfæra hafi verið flutt til svæðisins og nú noti Rússarnir það öðruvísi en áður, nú skjóti þeir ekki lengur allan sólarhringinn, þeir séu að spara skotfæri og undirbúa stórsókn. Reikna megi með að hún hefjist eftir 15. febrúar.

Rússar hafa hert aðgerðir sínar við Bakhmut og Vuhledar í austurhluta Úkraínu eftir áramót en Úkraínumönnum hefur tekist að verjast þeim þar en mannfallið er mikið á báða bóga.

Á mánudaginn sagðist úkraínski herinn hafa fellt rúmlega 1.000 rússneska hermenn á einum sólarhring. Ef rétt er, þá er þetta mesta mannfall Rússa á einum degi frá því að innrásin hófst.

Sérfræðingar telja hugsanlegt að Rússar vilji hefja stórsókn fljótlega til að geta sýnt fram á einhvern árangur þegar eitt ár verður liðið frá upphafi innrásarinnar. Eru rússneskir hershöfðingjar taldir vera undir miklum þrýstingi um að ná árangri á næstunni og þess utan vilja Rússar líklega reyna að sækja fram áður en vestrænir skriðdrekar fara að streyma á vígvöllinn auk langdrægra flugskeytakerfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri