fbpx
Mánudagur 29.maí 2023
Fréttir

Úkraínskir hermenn lýsa árásum Wagnerliða – Eins og uppvakningamynd

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. febrúar 2023 07:00

Liðsmenn Wagnerhópsins sem berst með rússneska hernum. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir hermenn trúðu ekki eigin augum þegar liðsmenn Wagner umkringdu þá í Bakhmut. Þeir hafi vaðið áfram alvarlega særðir, eins og uppvakningar í hryllingsmynd, yfir lík félaga sinna þar til þeim blæddi út og þeir hnigu andvana niður.

Þetta sögðu tveir úkraínskir hermenn í samtali við CNN. „Ein af skyttunum okkar var að missa vitið því hann gat bara haldið endalaust áfram að skjóta á þá. Hann sagði: „ég veit að ég hitti en hann deyr ekki“. Eftir nokkurn tíma hneig hann síðan niður og blæddi út,“ sagði annar þeirra.

„Þeir vaða yfir lík vina sinna, trampa á þeim.“

Liðhlaupar úr Wagner og hermenn, sem Úkraínumenn hafa handsamað, hafa sagt erlendum fjölmiðlum að þeir hafi verið sendir í fremstu víglínu illa búnir og nánast án þess að fá þjálfun.

Úkraínskir hermenn hafa sagt að óþjálfaðir Wagnerliðar séu sendir beint út í opinn dauðann í Bakhmut. Þeir sæki fram og vonist til að geta drepið nokkra úkraínska hermenn. Þegar Wagnerliðarnir detti dauðir niður sé næsta bylgja send af stað og þannig haldi þetta stöðugt áfram.

Viðmælendur CNN sögðu að það væri ekki fyrr en Wagnerliðar hafi getað sótt aðeins fram og náð landsvæði á sitt vald sem best þjálfuðu Wagnerliðarnir séu sendir í fremstu víglínu.

„Við börðumst stanslaust í tíu tíma og það var ekki þannig að árásirnar kæmu í bylgjum. Þær stóðu stöðugt yfir. Þeir hættu ekki að sækja að okkur. Við vorum 20 hermenn okkar megin og kannski 200 þeirra megin,“ sögðu þeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fundu „haldbærar vísbendingar“ í leitinni að Madeleine

Fundu „haldbærar vísbendingar“ í leitinni að Madeleine
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli í Þýskalandi: Pink Floyd-goðsögn sætir lögreglurannsókn eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi

Hneyksli í Þýskalandi: Pink Floyd-goðsögn sætir lögreglurannsókn eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur barnaníðingur kemur fyrir dóm á föstudaginn

Meintur barnaníðingur kemur fyrir dóm á föstudaginn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Telur bongóblíðu vera á næsta leiti og 28. maí sé lykildagurinn – „Við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan“

Telur bongóblíðu vera á næsta leiti og 28. maí sé lykildagurinn – „Við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Par um þrítugt í vanda eftir húsleit í Þórðarsveig

Par um þrítugt í vanda eftir húsleit í Þórðarsveig
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni