fbpx
Föstudagur 08.desember 2023
Fréttir

„Lögreglan er að lýsa eftir barninu mínu“ – Móðir drengsins sem lýst var eftir furðar sig á útspili barnaverndar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Sif Andrésdóttir er móður drengs sem lögreglan lýsti eftir fyrr í dag, að beiðni barnaverndar. Um er að ræða sama dreng og tekinn var úr umsjón Helgu Sifjar með aðför sem fór fram á Barnaspítala Hringsins, en sú aðgerð hefur verið harðlega gagnrýnd.

Drengurinn var afhentur föður en systkini hans námu hann á brott úr skóla fyrir um ári síðan og hefur hann síðan farið huldu höfði með móður sinni. Það var fyrst í dag sem gripið var á það ráð að lýsa eftir drengnum. Helga Sif hefur nú tjáð sig um þetta útspil í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að þarna sé lögregla að lýsa eftir barni, vitandi vel að hann sé með móður sinni.

„Lögreglan er að lýsa eftir barninu mínu, sem barnavernd og lögregla eru upplýst um að er hjá mér, forsjárforeldri sem matsmaður hefur matið með fulla forsjárhæfni fyrir dómi. Barnavernd hefur aldrei haft áhyggjur af börnunum mínum í minni umsjá, fyrr en Barnavernd Reykjavíkur tók við málinu í vor. Það að ég hætti að mæta með drenginn í lyfjagjöf á Barnaspítalanum er ástæðan fyrir þessari leit.“

Helga Sif rekur að í ljósi fyrri reynslu hafi hún ekki treyst því að drengurinn gæti nýtt sér þjónustu Barnaspítalans með öruggum hætti, eftir að spítalinn varð vettvangur aðfarargerðar sem reyndist drengnum mjög þungbær. Helga Sif segir að drengurinn sé þó í umsjá læknis, en hún hefur neitað að greina barnavernd frá því hver sá læknir er.

Segir hún að barnsfaðir hennar sé með stöðu sakbornings í tveimur sakamálum, annars vegar fyrir ofbeldi gegn henni og hins vegar fyrir ofbeldi gegn drengnum. Viðbragð barnaverndar við þessari stöðu hafi verið sú að vista drenginn á fósturheimili í allt að tvo mánuði.

„Sem sagt, barnavernd getur þess vegna afhent föður barnið samstundis, eftir að búið er að handsama hann aftur. Á meðan virðist barnavernd ekki hafa neinar áhyggjur af dóttur minni sem er alfarið hjá mér og með toppmætingu og toppframmistöðu í Ásgarðsskóla, sem fer fram á netinu. Ég held að barnið mitt eigi mögulega Íslandsmet í að hafa orðið fyrir mannréttindabrotum af hendi íslenska ríkisins“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Magnús Árni: „Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag?“

Magnús Árni: „Er einhver sem vill reyna að halda því fram að þetta sé íslenskum almenningi í hag?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pútín hefur í hótunum við annað ríki – „Munu að lokum standa frammi fyrir einhverju viðbjóðslegu“

Pútín hefur í hótunum við annað ríki – „Munu að lokum standa frammi fyrir einhverju viðbjóðslegu“
Fréttir
Í gær

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið
Fréttir
Í gær

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu
Fréttir
Í gær

Rússar reyna að hemja óánægju eiginkvenna hermanna

Rússar reyna að hemja óánægju eiginkvenna hermanna
Fréttir
Í gær

Zelenskyy með skýr skilaboð og varar Vesturlönd við

Zelenskyy með skýr skilaboð og varar Vesturlönd við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa ógnvekjandi ferð með strætisvagni – „Æ oftar mega farþegar upplifa og verða vitni að hrikalegum dónaskap bílstjóra“

Lýsa ógnvekjandi ferð með strætisvagni – „Æ oftar mega farþegar upplifa og verða vitni að hrikalegum dónaskap bílstjóra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið í Drangahrauni

Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið í Drangahrauni