fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Rússar undirbúa „stórstyrjöld“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. október 2023 08:00

Vladimir Pútín er illa við mótmæli kvennanna. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessu ári renna 40% af útgjöldum rússneska ríkisins til hersins og á næsta ári gerir ríkisstjórnin ráð fyrir enn meiri fjárútlátum til hersins. Þeim mestu síðan Sovétríkin liðu undir lok.

En á að nota þessa peninga í kjarnorkuvopn sem er beint að evrópskum stórborgum? Á að nota þá til að kalla varalið hersins út? Á að nota þá til að auka og hraða framleiðslu á flugskeytum og fallbyssuskotum?

Enn er bara um tölur á blaði að ræða en aukning útgjalda til hersins bendir til að Rússar séu að undirbúa sig fyrir harðar og langvarandi deilur við Vesturlönd.

Útgjöld til hersins hafa verið miklu meiri á þessu ári en ráð var fyrir gert í fjárlögum. Á fyrri helmingi ársins rann meira fé til hersins en reiknað var með að hann fengi allt árið að sögn Reuters.

Samkvæmt fjárlögum ársins áttu um 17% af heildarútgjöldum ríkisins að renna til hersins en í raun hafa um 37% af heildarútgjöldunum runnið til hersins. Á næsta ári gæti hlutfallið orðið enn hærra.

Þessi auknu útgjöld til hersins eru hluti af alþjóðlegum taktískum breytingum sem Rússar hafa staðið í síðustu árin en þessar breytingar fóru á mikið flug í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu í febrúar á síðasta ári.

Í nýrri utanríkisstefnu Rússa, sem var gefin út í mars á þessu ári, kemur fram að óhjákvæmilegt sé að til vopnaðra átaka komi.

Áður fyrr voru það aðeins þjóðernissinnaðir dómsdagsspámenn  sem ræddu hugmyndir um að Rússar myndu beita kjarnorkuvopnum sínum til „takmarkaðra“ árása á Evrópu. Nú hafa þessar hugmyndir verið teknar upp af ráðgjöfum ráðamanna í Kreml sem eru talsmenn þess að kjarnorkuvopnum verði beitt í Evrópu ef fælingaraðferðir Rússa reynast ekki nægja.

En skýrar vísbendingar eru nú uppi um að Rússar ætli að grípa til umfangsmikillar herkvaðningar á næstunni. Í júlí samþykkti þingið að herskyldualdurinn verði nú fyrir 18 til 30 ára. Í tengslum við þessa ákvörðun sagði formaður varnarmálanefndar þingsins að þetta væri bara fyrsta skrefið í því að auka úrræði hersins til að standa í langvarandi stríði.

„Þetta er gert með stórstríð í huga, með almenna herkvaðningu í huga,“ sagði formaðurinn.

Þessi mikla útgjaldaaukning til hersins og að Rússar ætla að dæla út nýjum hermönnum setur langtíma þrýsting á Úkraínu og vestræn bandalagsríki landsins. „Ég verð að vera undir langt stríð búinn,“ sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, nýlega í samtali við The Economist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið tekur stakkaskiptum í vikunni – Hvassviðri, rigning og snjókoma í kortunum

Veðrið tekur stakkaskiptum í vikunni – Hvassviðri, rigning og snjókoma í kortunum
Fréttir
Í gær

Vilja banna eða herða reglur um rafskútuleigur – Reynslan sýni slæma umgengni

Vilja banna eða herða reglur um rafskútuleigur – Reynslan sýni slæma umgengni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilishrotti hlaut 12 mánaða dóm fyrir ofbeldi gegn barnsmóður og þriggja vikna barni þeirra – Fékk 4 ára dóm 2017 fyrir enn grófara ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu

Heimilishrotti hlaut 12 mánaða dóm fyrir ofbeldi gegn barnsmóður og þriggja vikna barni þeirra – Fékk 4 ára dóm 2017 fyrir enn grófara ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili