fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Er þetta svar Rússa við vestrænu skriðdrekum Úkraínumanna?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 08:00

Svona lítur þetta tæki út á beltum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bættist enn við höfuðverk Rússa hvað varðar stríðið í Úkraínu í síðustu viku þegar Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu að þeir muni senda úkraínska hernum fullkomna skriðdreka á næstunni.

Þjóðverjar höfðu lengi vel þráast við að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu og vildu ekki heimila öðrum ríkjum, sem eiga slíka skriðdreka, að senda þá til Úkraínu. En í síðustu viku breyttist stefnan og opnað var fyrir að senda slíka skriðdreka til Úkraínu. Bandaríkjamenn hétu því þá að senda Abrams skriðdreka en áður höfðu Bretar lofað Úkraínu Challenger skriðdrekum.

Úkraínumenn segja að nú þegar hafi vestrænir bandamenn þeirra lofað þeim rúmlega 320 skriðdrekum. Þeir hafa að vonum fagnað þessu enda höfðu þeir lengi þrýst á bandamenn sína um að fá skriðdreka frá þeim. Á hinn bóginn fer þetta illa í Kremlverja. Margir óttuðust að þeir myndu svara þessu á einhvern afgerandi hátt en svo hefur ekki verið fram að þessu að minnsta kosti.

En hugsanlega er ákveðin ástæða fyrir því. Að minnsta kosti ef maður les rússneska ríkisdagblaðið RGRU. Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá dönsku hugveitunni DIIS, sagði í samtali við B.T. að við lestur RGRU sjáist að þar á bæ sé fólk ekki mjög áhyggjufullt yfir skriðdrekasendingunum. Hafi blaðið flutt fréttir af tæki sem er að sögn mjög gott til að eiga við skriðdrekana.

Þetta er vélmenni sem líkist einna helst vélmennum sem lögreglan víða um heim notar til að rannsaka dularfulla hluti og gera sprengjur óvirkar. Splidsboel sagði að miðað við fréttaflutning RGRU þá séu Rússar fullvissir um að þetta vélmenni þeirra geti eyðilagt bæði Leopard 2 og Abrams skriðdreka.

Vélmennið er á stærð við lítinn bíl. Það getur ekið í 60 klukkustundir án þess að taka eldsneyti. Því er fjarstýrt og nýtur stuðnings nokkurra dróna við að skanna umhverfið. Vélmennið er til með beltum og með hjólum og getur því ekið um nánast hvaða yfirborð sem er.

Það getur borið vélbyssu og vopn til að granda skriðdrekum. Þess utan er ratsjárkerfi í þeim sem stýrir sjálfsvígsdrónum.

„Þegar maður les RGRU þá hljómar þetta næstum því eins og þeir séu með fulla stjórn á þessu,“ sagði Splidsboel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym
Fréttir
Í gær

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu