fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Er ekki í neinum vafa – Aðeins tímaspursmál

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 05:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aðeins spurning um tíma hvenær NATO sendir Úkraínumönnum orustuþotur. Þetta sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í samtali við Ekstra Bladet.

 Harðir bardagar standa yfir víða í Úkraínu, sérstaklega í Donetsk. Áður en fundur varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna hófst í Brussel í gær sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að NATO verði að láta Úkraínumenn fá það sem þeir þurfa til að sigra í stríðinu.

Nielsen sagði að það sem Úkraínumenn þurfi einna helst séu orustuþotur. „Ég er ekki í neinum vafa um að þetta gerist á einhverjum tímapunkti. Umræðan mun þá snúast um hvernig flugvélar og hvenær,“ sagði hann.

Hann sagði að Úkraínumenn geti ekki fengið varahluti í orustuþotur sínar því það þurfi að kaupa þá af Rússum og að úkraínski flugherinn fari minnkandi því vélar séu skotnar niður. Hann sagðist því telja að NATO neyðist á einhverjum tímapunkti til að láta Úkraínumenn fá þær flugvélar sem Zelenskyy, forseti, hefur beðið um lengi.

„Það verður ekki hjá því komist. Tilhugsunin um að Úkraínumenn verði ekki með flugher eftir eitt ár gengur ekki upp,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“