Bifreið var ekið utan í vegrið í Miðborginni. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en meiðsl þeirra reyndust minniháttar. Draga þurfti bifreiðina á brott með dráttarbifreið.
Í Breiðholti var bifreið ekið á staur. Ökumaðurinn var fluttur á bráðamóttöku. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsli hans. Bifreiðin var flutt á brott með dráttarbifreið.
Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum vímuefna.
Tilkynnt var um rúðubrot í Miðborginni.
Nokkrar aðstoðarbeiðnir bárust vegna veðurs.