fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Samstöðufundur með írönskum konum á laugardag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. september 2022 18:30

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstöðufundur með mannréttindabaráttu kvenna í Íran hefur verið boðaður á Austurvelli kl. 19 á laugardag, en fundurinn er hluti af mótmælaaðgerðum víða um heim.

Mikil mótmælaalda fer nú um Íran eftir að ung kona, Masha Jina Amini, lést í haldi lögreglu eftir að siðgæðislögregla hafði handtekið hana fyrir að hylja ekki nægilega hár sitt með höfuðklút. Lögregla í Íran hefur snúist af hörku gegn mótmælendum og margir hafa látist. Lokað hefur verið fyrir símasamband og internetsamband til landsins vegna mómælanna.

Íslenskt baráttufólk fyrir mannréttindum telur afar brýnt sýna írönskum konum stuðning á þessum erfiðu tímum. „Internetið hefur verið tekið af fólki í Íran, það er því mjög áríðandi að við látum ekki rödd þeirra þagna. Hvar er öll pólitíska samstaðan sem við sáum þegar Rússar réðust inn í Úkraínu?“ sagði baráttuhópurinn Öfgar í síðustu viku.

Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata, hefur látið þetta mál til sín taka en hún sagði í viðtali við DV í síðustu viku:

„Ég hef tekið eftir því að alþjóðasamfélagið er oft ragt við að taka svona baráttu gegn svipuðum ríkisstjórnum og í Íran af ótta við að vera stimplað íslamófóbískt. En málið er að þetta eru ekki mótmæli gegn íslam, þetta er barátta fyrir frelsi kvenna til að velja. Við sjáum öfug mótmæli í Frakklandi þar sem konur vilja ganga með hijab. Þetta snýst í grunninn um frelsi kvenna til að velja hvernig þær klæða sig og ég held að vinstri eða hægri sinnaðir feministar eða hvaða hópar sem er geti óhikað tekið undir þessa kröfu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu