fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Kalla eftir meiri stuðningi við konur í Íran – Vilja fylla Austurvöll í samstöðumótmælum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. september 2022 14:30

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fremur fámenn en áhrifarík samstöðumótmæli með írönskum konum voru haldin á Austurvelli í gær. Mikil mótmælaalda fer nú um Íran eftir að ung kona, Masha Jina Amini, lést í haldi lögreglu eftir að siðgæðislögregla hafði handtekið hana fyrir að hylja ekki nægilega hár sitt með höfuðklút. Lögregla í Íran hefur snúist af hörku gegn mótmælendum og margir hafa látist. Lokað hefur verið fyrir símasamband og internetsamband til landsins vegna mómælanna.

Meðal þeirra sem kalla eftir meiri og ákveðnari samstöðu með írönskum konum er baráttuhópurinn Öfgar sem fjallað um málið á Twitter. Þar segir meðal ananrs:

„Internetið hefur verið tekið af fólki í Íran, það er því mjög áríðandi að við látum ekki rödd þeirra þagna. Hvar er öll pólitíska samstaðan sem við sáum þegar Rússar réðust inn í Úkraínu?“

Þess má geta að Masha Jina Amini var Kúrdi. Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata, er af kúrdískum ættum en hún var stödd í íraska hluta Kúrdistan þegar mótmælin brutust út í Íran. DV ræddi við Lenyu, sem leggur þunga áherslu á að víðtæk samstaða náist á Vesturlöndum með baráttu kvenna í Íran:

„Ég þori ekki að fara með að því þetta hafi verið af hún er Kúrdi en það er siðgæðislögregla starfandi um allt Íran sem herjar á konur sem eru ekki klæddar samkvæmt reglum sem settar eru af stjórnvöldum þar og það er auðvitað ávísun á ofbeldi að eitthvert stjórnvald eins og þessi siðgæðislögregla fái leyfi til að beita viðurlögum á grundvelli klæðaburðar sem þeim finnst ekki vera siðlegur.“

DV spurði Lenyu hvernig hún sjái fyrir sér þróun mála í Íran, en ekkert lát er á mótmælum né hörku stjórnvalda gegn mómælendum:

„Í fyrstu hafði ég mikla trú á mótmælunum en af því það er svo mikið ofbeldi þá veit ég ekki hvort þetta er að fara að deyja út eða hvort harðneskja stjórnvalda aukist. Ég vona innilega að þetta leiði til breytinga, þetta er búið að þróast svo ótrúlega hratt út í eitthvað ofbeldisfullt og slæmt. Ég get eiginlega ekki lagt mat á þetta af því ég fæ engar nýjar upplýsingar því það er búið að slökkva á interneti og símasambandi í landinu.“

Leynya er spurð út í þá gagnrýni sem heyrst hefur gagn vart vinstri sinnuðu baráttufólki að það veigri sér við að gagnrýna stjórnarfar í íslömskum ríkjum og íslamska öfgahyggju af ótta við að fá á sig stimpil fordóma gegn íslam:

„Ég hef tekið eftir því að alþjóðasamfélagið er oft ragt við að taka svona baráttu gegn svipuðum ríkisstjórnum og í Íran af ótta við að vera stimplað íslamófóbískt. En málið er að þetta eru ekki mótmæli gegn íslam, þetta er barátta fyrir frelsi kvenna til að velja. Við sjáum öfug mótmæli í Frakklandi þar sem konur vilja ganga með hijab. Þetta snýst í grunninn um frelsi kvenna til að velja hvernig þær klæða sig og ég held að vinstri eða hægri sinnaði rfeministar eða hvaða hópar sem er geti hikað tekið undir þessa kröfu.“

Lenya hvetur Íslendinga til að sýna írönskum konum samstöðu í mannréttindabaráttu sinni og fjölmenna á samstöðufundi sem haldnir verða á Austurvelli á næstunni.

Öfgar taka undir þá hvatningu og vilja að Íslendingar fylli Austurvöll í samstöðumótmælum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu