fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Uppreisn gegn Pútín kraumar í Dagestan – „Getur breytt stemmningunni í öllu landinu“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 07:08

Mótmælendur eru handteknir ef þeir láta á sér kræla. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kveikt er í myndum af Vladímír Pútín. Reiðar konur ráðast á lögreglumenn. Öskrað er „við erum ekki blind“ og „það var Rússland sem réðst á Úkraínu“ eða „börnin okkar eiga ekki að enda sem áburður“.

Þetta er sumt af því sem heyrist og sést á ótal myndbandsupptökum, sem hefur verið dreift síðustu daga á samfélagsmiðlum, af atburðum í Dagestan, sem er eitt ríkjanna í rússneska ríkjasambandinu.

Þar hafa verið áberandi mikil mótmæli gegn herkvaðningunni sem Pútín tilkynnti um í síðustu viku en með henni á að kalla 300.000 karla til herþjónustu og senda til Úkraínu.

„Ýmislegt bendir til að almenningur sé að átta sig á að hann hefur verið blekktur. Að það hafi verið logið blákalt að honum,“ sagði Mette Skak, sérfræðingur í rússneskum málefnum og lektor við Árósaháskóla, í samtali við B.T.

Hún sagði að þetta gæti verið dropinn sem fyllir mælinn og geri að verkum að Pútín standi frammi fyrir vaxandi pólitískum vanda innanlands.

Það er athyglisvert en kannski ekki undarlegt að mótmælin blossa upp af svona miklum krafti í Dagestan. Þetta er lítið og fátækt ríki en samkvæmt tölum hefur það misst langflesta hermenn í Úkraínu hlutfallslega. Rúmlega tíu sinnum fleiri en Moskva. Svipað er uppi á teningnum í öðrum afskekktum ríkjum ríkjasambandsins.

Sama mynd sýnir sig nú við herkvaðninguna þar sem karlar úr þessum afskekktu ríkjum eru kallaðir til herþjónustu þótt þeir uppfylli ekki þau skilyrði sem sögð voru liggja til grundvallar ákvörðun um hverjir verða kallaðir til herþjónustu.

Ungir sem gamlir hafa verið kallaðir til þjónustu, fatlaðir, háskólanemar, menn án nokkurrar hernaðarreynslu og meira að segja menn sem eru löngu dánir.

Skak sagði að fólk sé reitt og nú sé komið að þeim punkti að almenningur hafi fengið nóg. Hún líkti herkvaðningunni við „pólitískt sjálfsmark“.

„Þrátt fyrir að þetta sé „bara“ í Dagestan þá skiptir þetta máli hvað varðar heildarmyndina því við vitum að almennt hefur rússneskur almenningur, einnig í stórborgum eins og Moskvu og St. Pétursborg, miklar áhyggjur af kæruleysislegri framkvæmd herkvaðningarinnar. Þetta gæti breytt stemmningunni í öllu Rússlandi og gæti þróast á slæman veg fyrir Pútín,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu