fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Segist sjá merki þess að Pútín sé farinn að missa völdin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júní 2022 05:51

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bak við allt montið er hann hægt og rólega að missa völdin.“ Þetta skrifar Lawrence Freedman, prófessor emiritus við War Studies við King‘s College London í greininni „Paralysis in Moscow“ (Lömun í Moskvu) og er þarna að tala um Vladímír Pútín, Rússlandsforseta.

Hann segir að fyrstu merki þess að Pútín sé að missa völdin séu farin að sjást. „Einkennin er ekki að finna í viljanum til að sætta sig við málamiðlun, sem er ekki enn að sjá, heldur í pólitískri lömun sem sýnir sig með að hann heldur sig við áður ákveðna taktík því honum dettur ekki neitt betra í hug,“ skrifar Freedman.

Hann segir að þetta komi svo illa við Rússland að það geti endað með að hafa áhrif á þau föstu tök sem Pútín hefur um valdataumana í landinu.

Hann bendir á að almenn óánægja sé með stríðið og efnahagslegar afleiðingar þess meðal elítu landsins og að rússneskt efnahagslíf sé í vanda vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Þær hafi einnig áhrif á almenna borgara í Rússlandi. Hann segir að óopinberar áætlanir geri ráð fyrir allt að 15% efnahagssamdrætti í Rússlandi á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi