fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Móðir ofbeldismanns segir prest hafa bjargað lífi sínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 13:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið úrskurðaður í framlengt gæsluvarðhald til 1. júní vegna gruns um hrottalegt ofbeldi í garð móður sinnar. Maðurinn kærði gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem vísaði málinu frá þar sem ekki var bókað í hvaða skyni kært var líkt og áskilið er í lögum.

Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms er byggður á þeirri forsendu að maðurinn sé hættulegur brotaþolum í málinu en hann hefur beitt foreldra sína miklu ofbeldi og verið settur í nálgunarbann gagnvart þeim.

Maðurinn er sagður hafa misþyrmt móður sinni þann 5. apríl síðastliðinn. Hann hringdi síðan í prest sem grunaði að ekki væri allt með felldu og tilkynnti hann til lögreglu sem kom á vettvang. Móðir mannsins segir að presturinn hafi bjargað lífi hennar með tilkynningunni. Þessu er lýst svo í úrskurði Héraðsdóms:

„Meðferð máls þessa hófst með tilkynningu til lögreglu þann 5. apríl 2022 um líkamsárás að […] í Reykjavík. Höfðu kærði og brotaþoli, móðir kærða, verið að […] þegar kom til ágreinings. Að sögn brotaþola hafi kærði veist að henni með ofbeldi, tekið hana ítrekað hálstaki svo hún missti andann, sparkað í bringu hennar og veitt henni högg víðs vegar um líkamann og höfuðið og hótað henni lífláti. Hafi atlagan staðið yfir í um klukkustund. Að sögn brotaþola hafi hún talið, þegar kærði tók hana kverkataki, að hún væri að deyja og að þetta væri hennar síðasti dagur en kærði hafi haldið lengi fyrir öndun hjá henni. Hafi kærði sagt við hana „Ég fylgist með þér. Ef þú hreyfir þig þá drep ég þig. Ég skal drepa þig. Ég hika ekki við að drepa þig.“ Hafi brotaþoli skilið hann sem svo að hún mætti ekki hringja eftir hjálp. Hafi kærði svo hringt í prest og hafi prestinn grunað að ekki væri allt með felldu og tilkynnt málið til lögreglu. Kom lögregla á vettvang og handtók kærða á vettvangi. Rætt var við brotaþola á vettvangi og kvaðst hún viss um að kærði hefði drepið hana hefði presturinn ekki hringt í lögregluna. Var brotaþoli með sýnilega áverka og sjóntruflanir og flutt á slysadeild með sjúkrabíl.“

Maðurinn hlaut dóm árið 2006 fyrir að veitast að föður sínum með hnífi og sem fyrr segir hefur hann oft hlotið nálgunarbann vegna ofbeldis við foreldra sína. Hann skal vera í gæsluvarðhaldi til 1. júní. Um kröfu lögreglustjóra um gæsluvarðhald segir meðal annars í úrskurði héraðsdóms:

„Kröfu um að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi byggir lögreglustjóri á því að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til þess að verja brotaþola fyrir frekari árásum kærða. Brotaþoli er móðir kærða og í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart honum vegna þess, þá verður ekki litið fram hjá því að árásin sem til rannsóknar er var bæði alvarleg og ofsafengin, þá á kærði sögu um ítrekað líkamlegt ofbeldi í garð brotaþola í kerfum lögreglu. Fyrir liggur að nálgunarbann dugar ekki sem skyldi til að verja brotaþola fyrir kærða enda hefur hann ítrekað gerst sekur um brot gegn nálgunarbanni. Þá liggur fyrir að framkvæmt hefur verið áhættumat á kærða og benda niðurstöður matsins til þess að mjög mikil hætta sé á almennri ofbeldishegðun af hálfu varnaraðila og að líklegt sé að hann muni sýna af sér sams konar ofbeldishegðun og hann hafi þegar gert, með töluverðum líkum á stigmögnun í lífshættulegt ofbeldi, eru foreldrar kærða taldir meðal þeirra sem líklegir eru til þess að vera brotaþolar hans.“

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír mánuðir síðan stríðið hófst – Svona er staðan á nokkrum mikilvægum sviðum

Þrír mánuðir síðan stríðið hófst – Svona er staðan á nokkrum mikilvægum sviðum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stoltur fréttamaður sýndi rússneska ofurfallbyssu í sjónvarpinu – Hefði betur sleppt því

Stoltur fréttamaður sýndi rússneska ofurfallbyssu í sjónvarpinu – Hefði betur sleppt því
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaður sýknaður af ákæru um nauðgun – Baðst fyrirgefningar í Messenger-spjalli

Tónlistarmaður sýknaður af ákæru um nauðgun – Baðst fyrirgefningar í Messenger-spjalli
Fréttir
Í gær

Er þrautagöngunni lokið? Þriðji dómurinn fallinn í máli konu sem slasaðist á veitingastað á Akureyri árið 2015

Er þrautagöngunni lokið? Þriðji dómurinn fallinn í máli konu sem slasaðist á veitingastað á Akureyri árið 2015
Fréttir
Í gær

Oliver Stone eyddi tveimur árum með Pútín – Nú leysir hann frá skjóðunni um veikindi hans

Oliver Stone eyddi tveimur árum með Pútín – Nú leysir hann frá skjóðunni um veikindi hans
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín verði sendur á heilsuhæli til að forða valdaráni

Segir að Pútín verði sendur á heilsuhæli til að forða valdaráni