fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 05:53

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, að láta undan þrýstingi eða er aðeins um sviðsetningu að ræða?

Þessu velta margir fyrir sér í tengslum við fyrirhugaðan fund Pútíns með mæðrum og eiginkonum hermanna sem berjast í Úkraínu.

Allt frá því að Pútín tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna hafa mæður og eiginkonur gagnrýnt þær aðstæður sem þeir þurfa að takast á við í Úkraínu sem og herkvaðninguna sjálfa.

Nýlega var tilkynnt að Pútín muni hitta mæður hermanna í Kreml og veita þeim tækifæri til að koma óánægju sinni á framfæri við hann. En mörg samtök telja að hér sé um sviðsettan fund að ræða þar sem sérvaldir þátttakendur verða til staðar.

The Guardian segir að fulltrúum „Samtaka mæðra rússneskra hermanna“ sé ekki boðið á fundinn. Þetta er haft eftir Valentina Melnikova, lögmanni, sem hefur barist fyrir réttindum uppgjafahermanna síðan 1989.

„Auðvitað hafa þeir ekki boðið okkur og auðvitað vilja þeir ekki að við tökum þátt,“ sagði hún.

Olga Tsukanova, formaður Ráðs mæðra og kvenna, sagði Pútín vera hugleysingja sem þori ekki að mæta gagnrýni þeirra.

„Vladimir Valdimirovich Putin, ert þú maður, eða hvað? Hefur þú hugrekki til að horfast í augu við okkur alvöru konur, en ekki bara sérvaldar konur og mæður sem eru í vasa þínum?“ sagði hún.

Samtök mæðra hermanna segja að gríðarlegur fjöldi kvartana hafi borist vegna herkvaðningarinnar. „Þetta eru erfiðir tímar. Við höfum aldrei áður fengið mörg þúsund kvartanir. Herkvaðningin virðist ekki fylgja neinum lögum og reglum,“ sagði Melnikova.

Margar kvartanir snúast um að hermennirnir hafi verið kallaði til herþjónustu á undarlegum grundvelli og að þeir hafi fengið lélega þjálfun og séu illa búnir vopnum. Það þýðir síðan að margir þeirra snúa heim í líkkistum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband