fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Róbert Wessman rýfur þögnina: Segist ekki hafa komið nálægt innbrotinu – „Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. janúar 2022 12:06

Róbert Wessmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem tjáði sig um innbrot sem framið var inn í bíl ritstjóra Mannlífs, Reynis Traustasonar, og inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs, fékk í gær kröfubréf frá lögmanni Róberts Wessmann, forstjóra Alvotech, þar sem hann var krafinn um að fjarlægja Facebook-færslu um málið og biðjast afsökunar á henni, að öðrum kosti megi hann eiga von á lögsókn.

DV fjallaði um færslu mannsins og kröfubréfið í gær en Róbert Wessman hefur nú sent DV yfirlýsingu sína vegna málsins. Róbert segir í yfirlýsingunni að hann hafi fundið sig knúinn til að tjá sig um málið þar sem ýjað hefur verið að því að hann hafi komið að innbrotinu. Hann segir það vera fráleitt að nafn hans komi upp í tengslum við innbrotið.

Sjá einnig: Innbrotið í Mannlíf vindur upp á sig – Róbert Wessmann hótar Guðmundi lögsókn fyrir að bendla sig við afbrot

Róbert segir þá að hann hafi ekki mikið álit á umfjöllun Reynis og Mannlífs um sig. „Mér hefur þótt umfjöllun Reynis Traustasonar og Mannlífs um mig og þau fyrirtæki sem ég stýri afar óvægin, ófagleg og marg ítrekað ósönn. Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna,“ segir hann í yfirlýsingunni.

„Mér myndi aldrei koma í hug að beita nokkrum af þeim aðferðum sem nú er hermt upp á mig. Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarni umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað.“

Að lokum segir Róbert að hann vonist til þess að Reynir og Mannlíf fái öll sín gögn aftur og að tjónið verði bætt.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

Vegna frétta DV af innbroti á skrifstofu Mannlífs

Í gær var brotist inn á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs. Ég vona svo sannarlega að lögreglan taki málið föstum tökum og nái þeim sem þetta gerðu sem allra fyrst. Árásir á fjölmiðla eru aðför að lýðræðinu og eiga ekki að líðast. 

Ég er knúin til að tjá mig um málið þar sem að það hefur verið ýjað að því að ég hafi komið að þessu innbroti sem er fráleitt. Mér hefur þótt umfjöllun Reynis Traustasonar og Mannlífs um mig og þau fyrirtæki sem ég stýri afar óvægin, ófagleg og marg ítrekað ósönn. Ég hef ítrekað óskað eftir leiðréttingum á rangfærslum og að fá ákveðin persónugreinanleg gögn afhent. Hingað til hefur þó hvorki verið brugðist við óskum um leiðréttingar né afhendingu gagna. 

Mér myndi aldrei koma í hug að beita nokkrum af þeim aðferðum sem nú er hermt upp á mig. Ég hef hins vegar kært umfjöllun Reynis og Mannlífs til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands því ég trúi því og treysti að þær leiðir sem fólk hefur til að verjast ósanngjarni umfjöllun sé í gegnum slíkt ferli þar sem bein samskipti hafa hingað til ekki dugað. 

Ég vona að Reynir fái öll sín gögn aftur og að tjón hans verði bætt.

Virðingarfyllst,
Róbert Wessman

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Icelandair eykur umsvif sín

Icelandair eykur umsvif sín
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að Pútín verði sendur á heilsuhæli til að forða valdaráni

Segir að Pútín verði sendur á heilsuhæli til að forða valdaráni
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Kjarnorkuváin vex í Evrópu – „Ég sé greinilega aukna hættu hvað varðar notkun kjarnorkuvopna“

Kjarnorkuváin vex í Evrópu – „Ég sé greinilega aukna hættu hvað varðar notkun kjarnorkuvopna“
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan