fbpx
Miðvikudagur 10.ágúst 2022
Fréttir

Sigurður sakaður um að eyðileggja sjómannadaginn – „Hún hringdi og sakaði mig um að hafa svikið sig“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. júní 2022 09:10

Sigurður Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin „Við fólkið í landinu“ halda því fram á Facebook-síðu sinni að Sigurður Þórðarson, varamaður í stjórn Strandveiðifélagsins, hafi verið sakaður um að eyðileggja hátíðahöld á sjómannadaginn.

„Anna Björk Árnadóttir, eiganda viðburðafyrirtækisins Eventum sem sá um hátíðarhöld sjómannadagsins fyrir hönd útgerðarfyrirtækisins Brim, hellti sér í morgun yfir Sigurð Þórðarson, varamann í stjórn Strandveiðifélagsins (sjá hér: https://www.facebook.com/groups/745226868968513/), fyrir að hafa misnotað tjald sem félagið fékk að setja upp á Grandanum á sjómannadaginn,“ segir í frétt samtakanna.

Hefur Sigurður verið sakaður um að nota hátíðina undir áróður gegn Samherja.

„Hún hringdi og sakaði mig um að hafa svikið sig, notað aðstöðuna til að vera með pólitískan áróður og níða niður Samherja,“ er haft eftir Sigurði í frétt samtakanna.

Sigurður segir uppákomu Strandveiðifélagsins hafa lukkast vel á sjómannadaginn. Í fréttinni segir ennfremur:

„Þetta lukkaðist einkar vel,“ segir Sigurður. „275 blöðrur og 250 barmmerki ruku út. Eftir örskotsstund mátti sjá blöðrurnar út um allan Grandann, þær settu sterkan svip á hátíðarhöldin. Fólk tók þessu einkar vel og hrósaði framtakinu. Ég trúi ekki að nokkur hafi þegið blöðru eða barmmerki sem var ósammála skilaboðunum. Ég hugsa að við hefðum getað gefið nokkur þúsund blöðrur, viðtökurnar voru slíkar. Kannski gerum við það næst.“

Það er samt ólíklegt að af því verði ef Brim heldur áfram utan um hátíðarhöldin á sjómannadaginn í Reykjavík. „Anna tók það skýrt fram í símtalinu að Strandveiðifélagið fengi aldrei að hafa tjald á sjómannadaginn,“ segir Sigurður. „Það finnst mér skrítið, að það sé ekki pláss fyrir Strandveiðifélagið á sjómannadaginn né neinn sem ekki talar eins og Brim og stórútgerðin vill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hver er nýi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi? – Ofurlögfræðingurinn frá Texas

Hver er nýi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi? – Ofurlögfræðingurinn frá Texas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný alþjóðleg herferð til varnar fordæmalausri ógn við réttinum til mótmæla á heimsvísu

Ný alþjóðleg herferð til varnar fordæmalausri ógn við réttinum til mótmæla á heimsvísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirbúa sig undir stórorustu í suðurhluta Úkraínu – Telur hugsanlegt að um blekkingu sé að ræða

Undirbúa sig undir stórorustu í suðurhluta Úkraínu – Telur hugsanlegt að um blekkingu sé að ræða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex slösuðu sig á rafhlaupahjóli í nótt – Tveir fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku

Sex slösuðu sig á rafhlaupahjóli í nótt – Tveir fluttir með sjúkrabíl á bráðamóttöku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þykja hressir og góðir fyrir móralinn en eru ekki metnir að verðleikum

Þykja hressir og góðir fyrir móralinn en eru ekki metnir að verðleikum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Maður á sjötugsaldri setti upp ólöglega sírenu og blikkljós til að þykjast vera í forgangsakstri

Maður á sjötugsaldri setti upp ólöglega sírenu og blikkljós til að þykjast vera í forgangsakstri
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Umdeildur breskur samfélagsrýnir skrifar um Íslandsreisu sína – „Ef ég hefði þurft að dvelja þarna í nokkrar vikur í viðbót hefði ég orðið gjaldþrota“

Umdeildur breskur samfélagsrýnir skrifar um Íslandsreisu sína – „Ef ég hefði þurft að dvelja þarna í nokkrar vikur í viðbót hefði ég orðið gjaldþrota“