fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Fréttir

Ari eltihrellir loks dæmdur – Dreifði kynferðislegu myndefni af fyrrverandi á fjölmiðla og samstarfsfólk

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. febrúar 2022 17:50

Ari Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eltihrellirinn Ari Sigurðsson hefur verið dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður.

Sendi kynferðislegar myndir og myndbönd sem víðast

Fólust brot Ara í því að á tveggja ára tímabili, 2017-2019, sendi hann á annað hundrað tölvupósta með kynferðislegum ljósmyndum af konunni til vina og kunningja konunnar en að auki voru myndirnar sendar til fjölmiðla og á fleiri staði. Þá birti hann kynferðisleg myndskeið af barnsmóður sinni á vefsíðum og sendi henni ærumeiðandi skilaboð í gegnum SMS og samskiptaforrit eins og Viber og Messenger. Þá lágu til grundvallar dómsins ærumeiðandi símtöl en konan tók sum þeirra upp.

Í dómnum kemur fram að Ari hafi kynnst konunni á netinu árið 2005 og ári síðar flutti hún frá heimalandi sínu í Asíu til Íslands. Þau hafi síðan skilið, tekið saman aftur, eignast barn og skilið aftur en í dómnum kemur fram að engu að síður hafi Ari dvalist meira og minna á heimili konunnar. Hann hefur þó einnig dvalist erlendis, meðal annars í Taílandi og Tenerife.

Dæmdur í alls 136 liðum – vítaverðar hvatir Ara

Dómurinn, sem var birtur í lok síðustu viku á vef Héraðsdóms Reykjavíkur.  Hann telur alls rúmlega sextíu blaðsíður sem helgast af umfangsmiklum brotum Ara sem eru listuð upp í 136 liðum.

Ari neitaði sök í málinu og sagði málið tengjast forsjárdeilu. Héraðsdómur féllst ekki á þau sjónarmið og taldi yfir allan vafa hafinn að Ari hefði gerst sekur um öll brotin 136 talsins. Þá var litið til þess við ákvörðun refsingarinnar hve mörg, gróf og alvarleg brotin voru.

Að mati dómsins sýndi Ari barnsmóður sinni og fyrrverandi konu fullkomið virðingarleysi og rauf við hana trúnað með grófum hætti. Myndirnar sem hann dreifði voru meðal annars myndir sem hún hafði sent honum frá heimalandi sínu þegar kynni voru að takast og í framhaldinu á fyrstu stigum sambandsins. Fullyrti hún að Ari hefði lofað að eyða myndefninu sem hefði verið tekið.

Það gerði hann ekki heldur notaði myndirnar sem vopn gegn henni síðar meir.

Í dómnum kemur fram að vítaverðar hvatir hafi legið að baki verknaði Ara og að hann ætti sér engar málsbætur. Auk fangelsisdómsins, þrjú ár og níu mánuði, var Nokia Android One-sími Ara gerður upptækur auk símkorts. Þá var honum gert að greiða barnsmóður sinni 4 milljónir króna í miskabætur.

Varað við níðingnum í Facebook-hópum

Í mars 2019 fjallaði DV um nafnlaust ákall um hjálp gegn Ara sem birtist í fjölmennum Facebook-hópi kvenna sem nefnist: Stöndum saman – stefnumótaforrit.

„Hann heldur úti fjölmörgum grúppum og Facebook-síðum til að hrella konur, sem voru annaðhvort að deita hann í stuttan tíma eða eru tengd einhverjum í kringum þær. Hafa jafnvel bara vogað sér að segja nei við hann. Hann auglýsir þær sem vændiskonur, bendlar þær við barnaníð og almennt reynir að eyðileggja mannorð þeirra,“ sagði í ákallinu sem var til þess að fleiri konur myndu ekki lenda í höndum níðingsins.

Í umfjölluninni er greint frá því að Ari hafi sent nektarmyndir á ritstjórn DV auk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þó sá misskilningur sé í greininni að um hafi verið að ræða konu sem Ari hefði átt í stuttu sambandi við.

Auglýsti fyrrverandi kærustu sem vændiskonu

Í ágúst 2016 steig Björg Amalía Ívarsdóttir fram í viðtali við DV og lýsti sams konar háttsemi Ara. Hún hafði kynnst honum á stefnumótasíðu og sambandið gengið vel í fyrstu. Fljótlega fór að halla undan fæti og lýsti Björg Amalía margs konar andlegu ofbeldi sem hún sakaði Ara um að beita hana. Þegar sambandinu lauk fór hann að áreita Björgu Amalíu með ýmsum hætti, meðal annars dreifa niðurlægjandi myndum og myndböndum af henni sem víðast. Þá prentaði Ari út nektarmyndir af henni auk skilaboða um að hún væri að selja sig, og dreifði myndunum í póstkassa í fjölbýlishúsi sem Björg Amalía var búsett í.  Einnig hélt hann því fram að Björg Amalía hefði beitt hann grófu heimilisofbeldi.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Harmleikurinn í Bolungarvík – Fólkið var ekki nýlátið

Harmleikurinn í Bolungarvík – Fólkið var ekki nýlátið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni
Fréttir
Í gær

Kolbrún áhyggjufull: „Slíkar fréttir valda okkur flestum óhug“

Kolbrún áhyggjufull: „Slíkar fréttir valda okkur flestum óhug“
Fréttir
Í gær

Mannslát í Bolungarvík: Von á tilkynningu frá lögreglu

Mannslát í Bolungarvík: Von á tilkynningu frá lögreglu