fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Konurnar tvær fundust í frystikistu – Fyrrverandi tengdamóðir á meðal grunaðra

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 27. maí 2024 21:40

Konurnar hurfu í lok mars. Fimm hafa verið handtekin grunuð um morðin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík kvennanna tveggja sem hurfu í Oklahoma í vor eru fundin, grafin í frystikistu á gerði fyrir nautgripi. Fimm manneskjur hafa verið handteknar vegna málsins.

DV greindi frá hvarfi kvennanna tveggja, Veronicu Butler og Jillian Kelley, í byrjun apríl. En málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum.

Butler, sem var 27 ára, og Kelley, 39 ára, hurfu þann 30. mars síðastliðinn. Kelley var vinkona og skipaður gæslumaður Butler í erfiðu forræðismáli yfir tveimur börnum Butler. Ein hinna handteknu, Tifany Adams, er móðir barnsföður Butler.

Blóðslettur og brotin gleraugu

Butler og Kelley, sem eru frá Kansas, voru að keyra til að sækja börnin, 6 ára dóttur og 8 ára son, á sveitabæ í Oklahoma, það er svæðinu sem kallað er „pönnuskaftið“ (svæði sem skagar út úr fylkinu), en skiluðu sér aldrei á áfangastað.

Nissan Altima Bíllinn sem þær voru á fannst hins vegar strax, um 5 kílómetrum frá áfangastaðnum. Augljóst var af vegsummerkjum að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir. Meðal annars voru blóðslettur á veginum. Brotin gleraugu Butler fundust, sem og brotinn hamar og byssukúla. Engin byssa fannst hins vegar á staðnum. Taldi lögregla augljós að eitthvað ódæði hefði verið framið.

Grafin frystikista

Sjónvarpsstöðin NBC greindi frá því að lík Butler og Kelley hafi fundist þann 14. apríl í Texas sýslu í Oklahoma, um 16 kílómetrum frá staðnum sem síðast var vitað til þeirra. Þetta sýni réttarskjöl í málinu sem opinberuð voru í síðustu viku.

Kemur fram að það hafi tekið lögregluna einn sólarhring að finna líkin eftir að leit hófst á svæðinu. Eins og áður segir fundust lík kvennanna grafin í frystikistu. En einnig fundust grafnir munir sem ekki tilheyrðu fórnarlömbunum.

Fimm handtekin

Fimm manns hafa verið handtekin og sitja í fangelsinu í bænum Guymon. Þeim verður ekki sleppt gegn tryggingargjaldi, eins og vaninn er víða í Bandaríkjunum.

Auk Adams eru hin handteknu Tad Bert Bullum kærasti hennar, hjónin Cole Earl og Cora Twombly og maður að nafni Paul Grice. Þetta er fólk á aldrinum 31 til 54 ára. Cullum er eigandi jarðarinnar þar sem líkin fundust.

Sjá einnig:

Örvæntingafull leit eftir að dularfullt hvarf tveggja kvenna – Bíllinn fannst yfirgefinn eftir að þær skiluðu sér ekki að sækja börnin

Að sögn lögregluyfirvalda eru þau öll ákærð fyrir tvöfalt morð af yfirlögðu ráði, samsæri um morð og mannrán. Öll eru þau með lögmann skipaðan af hinu opinbera en ekki er vitað hvort þau neiti eða játi sök í málinu. Komið hefur fram að ekki sé grunur á að aðrir hafi komið að morðinu en þau fimm sem handtekin voru.

Erfitt forsjármál

Hið erfiða forsjármál Veronicu Butler og sonar Tifany Adams nær aftur til ársins 2019. Faðirinn hafði verið með forsjá barnanna en Butler hafði haft þau hjá sér löngum stundum í trássi við úrskurði. Hafði faðirinn ítrekað kvartað yfir þessu til yfirvalda.

Allt útlit var hins vegar fyrir því að Butler myndi fá úrskurðaða reglulega umgengni við börnin án eftirlits. Fundur átti að vera um nýtt fyrirkomulag hjá sýslumanni þann 17. apríl. Daginn sem hún hvarf átti Butler að fá að vera með börnunum sínum og hugðist fara með þau í afmælisveislu.

Í gögnum málsins segir að sonur Adams hafi rætt um morðhótanir við móður sína og kærasta hennar. Ekki kemur hins vegar fram að hverjum þessar morðhótanir beindust.

Sértrúarsöfnuður

Að sögn rannsóknarlögreglunnar hafði Tifany Adams keypt þrjá farsíma í febrúar mánuði. Samkvæmt símagögnum voru þeir staðsettir allir á þeim stað sem líkin fundust þennan örlagaríka dag.

Fleiri sönnunargögn hafa fundist í málinu. Meðal annars fatnaður af hinum handteknu þar sem grunur leikur á að blóðslettur finnist á eftir rannsókn, sem og límband sem grunur leikur á að hafi verið notaður við ódæðið.

Þar að auki hefur lögregla rætt við 16 ára vitni, sem sagði að hin handteknu tilheyri hópi sem kallist God´s Misfits. Það sé trúarlegur hópur sem sé andvígur ríkisvaldinu. Twombly hjónin virðist hafa verið leiðtogar hópsins og heima hjá þeim hafi fundirnir verið haldnir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Leiðrétting um Carbfix
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar