fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Pútín sagður reiðubúinn til að semja um vopnahlé þar sem nýlegir landvinningar Rússa verði viðurkenndir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 04:07

Nú segist Pútín reiðubúinn til að semja um vopnahlé. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er sagður telja nýlega landvinninga Rússa í stríðinu í Úkraínu duga til að telja samlöndum sínum trú um að sigur hafi unnist í stríðinu. Er hann sagður reiðubúinn til að gera vopnahlé þar sem miðað verði við núverandi víglínur. Þetta þýðir að Rússar munu þá halda töluverðum hluta af Úkraínu.

Fjórir rússneskir heimildarmenn sögðu Reuters þetta. Þrír þeirra sögðu að Pútín hafi látið í ljós óánægju sína með það sem hann telur vera tilraunir, sem Vesturlönd styðja, til að koma í veg fyrir vopnahlésviðræður.

Pútín getur barist eins lengi og þörf krefur en Pútín er einnig reiðubúinn til að semja um vopnahlé, að frysta stríðið,“ sagði háttsettur heimildarmaður innan rússneska stjórnkerfisins. Er hann sagður hafa tekið þátt í samtölum um þetta í Kreml ásamt Pútín og fleirum.

Heimildarmenn Reuters sögðu að það að frysta stöðuna á vígvellinum miðað við núverandi víglínur sé ófrávíkjanleg krafa af hálfu Pútíns því það muni gera Rússum kleift að halda stórum hlutum fjögurra úkraínska héraða en þó án þess að hafa náð neinu þeirra algjörlega á sitt vald.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur ítrekað sagt að ekki verði samið um vopnahlé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar