fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Segir Brückner hafa brotið gegn sér þegar hún var 10 ára – Hafi stokkið allsber og glottandi undan kletti

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. maí 2024 21:45

Réttarhöldin munu taka nokkra mánuði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöldin yfir hinum þýska Christian Brückner vegna fjölda kynferðisbrota í Portúgal á margra ára tímabili halda áfram. Kona lýsti því hvernig hann braut gegn sér þegar hún var 10 ára gömul, aðeins nokkrum vikum áður en hin breska Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í næsta bæ. Brückner er einnig grunaður um brottnám og morð hennar.

Breska blaðið Mirror greinir frá þessu.

Konan, sem er þýsk og 27 ára gömul í dag, lýsti reynslu sinni fyrir dómurum í borginni Braunschweig þar sem réttarhöldin fara fram. Að sögn hennar braut Brückner gegn henni í ferðamannabænum Salema, vestan við Algarve. McCann hvarf í bænum Praia da Luz, sem liggur við Salema.

Foreldrarnir voru rétt hjá

Lýsti konan því hvernig Brückner hafi beðið aftan við klett, nakinn, og stokkið á hana. Þá hafi Brückner spurt hvað hún héti, gripið í hana, sagt henni að „horfa hér“, það er á kynfærin á sér, og síðan fróað sér á meðan hann horfði glottandi á stúlkuna.

Foreldrar stúlkunnar voru ekki langt frá, aðeins nokkrum metrum. En þau tóku samt ekki eftir því hvað var að gerast.

Konan brast í grát þegar hún lýsti atvikinu fyrir réttinum. En nafn hennar er ekki gefið upp.

„Maðurinn kom, klifraði niður af kletti, spurði hvað ég væri kölluð. Ég sagði honum hvað ég heiti og þá greip hann um höndina á mér,“ sagði konan í vitnastúkunni.

Maðurinn komst undan en fjölskyldan fór með stúlkuna til lögreglunnar þar sem teiknuð var upp mynd eftir lýsingu hennar.

Áberandi fæðingarblettir

Löngu seinna, árið 2019, hafði lögreglan samband við konuna og lét hana vita að maðurinn gæti verið fundinn. Voru henni sýndar myndir af sex eða sjö mönnum og benti hún á mynd af Brückner, en það var einmitt maðurinn sem lögreglunni grunaði að hefði brotið á henni.

Konan sagði réttinum að upphaflega hafi hún aðeins verið um 50 prósent viss að þetta væri rétti maðurinn. En eftir að hafa gert sína eigin athugun á málinu sé hún sannfærð um að hann sé gerandinn. Meðal annars vegna þess að hún hafi munað eftir áberandi fæðingarblettum á baki og á lærinu á honum. Fram hefur komið í réttarskjölum að Brückner hafi látið fjarlægja af sér fæðingarbletti á lærinu þegar hann var sakaður um nauðgun.

Sjá einnig:

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann

„Ég man eftir nokkrum stórum fæðingarblettum sem voru dreifðir um líkamann, á bakinu og á lærinu. Dreifðir, ekki á einum stað heldur marga á bakinu á honum….það voru aðeins fæðingarblettirnir sem ég tók eftir, og glottið á honum,“ sagði konan.

Sögðu konuna vera að ruglast

Lögmenn Brückner gagnrýndu vitnisburðinn og sögðu að konan væri að rugla saman eigin minningum og rannsókn sinni. Einnig gagnrýndu þeir lögregluna fyrir að hafa sýnt henni mynd af Brückner.

Réttarhöldin yfir Brückner eru gríðarlega umfangsmikil og mun ekki ljúka fyrr en í haust. Hann er ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot gegn nokkrum konum og stúlkum á aldrinum 10 til 80 ára. Brotin voru öll framin í Portúgal á árunum 2000 til 2017.

Mál Madeleine McCann er ekki hluti af þessum réttarhöldum en þýska lögreglan er enn þá að rannsaka það mál. Brückner situr nú þegar inni fyrir nauðgun á bandarískri ferðakonu á ellilífeyrisaldri árið 2005. Hann hefur einnig hlotið dóma fyrir misnotkun á börnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ýmsar ástæður fyrir svitakófi á næturnar – Þykk náttföt, jalapeno, sterar eða malaría

Ýmsar ástæður fyrir svitakófi á næturnar – Þykk náttföt, jalapeno, sterar eða malaría
Fréttir
Í gær

Skólp og saur á 48 sóðalegustu spænsku ströndunum – 2 eru á Tenerife

Skólp og saur á 48 sóðalegustu spænsku ströndunum – 2 eru á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimsókn í náttúrulaugarnar kostar sitt – Bláa lónið langdýrast – Jarðböðin við Mývatn og Fontana ódýrust

Heimsókn í náttúrulaugarnar kostar sitt – Bláa lónið langdýrast – Jarðböðin við Mývatn og Fontana ódýrust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að við eigum að líta á farsíma eins og sígarettur

Segir að við eigum að líta á farsíma eins og sígarettur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveinn segir mistök skýra ósamræmið: „Þetta var ekki með vilja gert og alls enginn ásetningur“

Sveinn segir mistök skýra ósamræmið: „Þetta var ekki með vilja gert og alls enginn ásetningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjórnin sögð hafa kokgleypt gylliboð sprotafyrirtækis – Keisarinn í raun nakinn og orðspor Íslands í hættu

Ríkisstjórnin sögð hafa kokgleypt gylliboð sprotafyrirtækis – Keisarinn í raun nakinn og orðspor Íslands í hættu