fbpx
Föstudagur 21.júní 2024
Fréttir

Sindri Freyr látinn 26 ára vegna arfgengrar heilablæðingar – Skilur eftir sig þrjú börn og eitt ófætt

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. maí 2024 14:59

Sindri Freyr og Margrét

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Freyr Guðmundsson lést aðfararnótt mánudagsins 27. maí, aðeins 26 ára að aldri. Banamein hans var arfgeng heilablæðing. Sindri Freyr skilur eftir sig kærustu, Margréti Eyjólfsdóttur, þrjú börn á aldrinum sjö til átta ára og á Margrét von á fjórða barninu.

Til þess að létta undir með fjölskyldu hans hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir útfararkostnaði og öllu því sem þarf að huga að. Reikningurinn er á nafni Margrétar og þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiða tíma geta lagt inn á:

Kennitala: 280995-2829
Reikningsnúmer: 0123-15-163075

„Minningin um elsku Sindra Freyr mun lifa áfram um ókomna tíð,“ segir í færslu um söfnunarreikning sem DV fékk góðfúslegt leyfi til að fjalla um.

Vildi ekki vorkunn 

Sindri Freyr missti móður sína úr sama sjúkdómi þegar hann var aðeins sjö ára. Um helmings líkur eru á að fólk í hans fjölskyldu séu með sjúkdóminn en það er á valdi hvers og eins að ákveða hvort þau vilji vita hvort þau beri genið eða ekki. Flestir í hans fjölskyldu hafa látist úr sjúkdómnum í kringum þrítugt. 

Sindri Freyr var í viðtali við Ísland í dag 3. janúar í fyrra, en þar sagðist hann hafa verið fimmtán ára þegar hann og systur hans ákváðu að þau vildu vita hvort þau væru með sjúkdóminn. 

Sagðist hann alls ekki vilja vorkunn og vera mjög stoltur af sjálfum sér fyrir það hvernig hann hefur tekist á við sinn sjúkdóm, en þegar viðtalið var tekið hafði hann fengið sjö heilablæðingar.

„Ég hef alltaf horft á það þannig að með aldrinum ert þú að fagna árunum nær dauðanum. Eftir sjö blæðingar get ég sagt að ég sé ekki hræddur að fá blæðingu. Einkennin sem koma eru rosalega óþægileg en ég hef alltaf náð að halda mér rosalega rólegum í kringum allar blæðingar og getað talað við alla og svona.“

Horfa má á viðtalið við Sindra Frey hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó

Dagur Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi – Beitti hnúajárni gegn starfsmanni í Nettó
Fréttir
Í gær

Pappír verður óþarfur í íslenskum dómsmálum næstu mánaðamót

Pappír verður óþarfur í íslenskum dómsmálum næstu mánaðamót
Fréttir
Í gær

Opnar þú stafræna pósthólfið reglulega? – Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þú gerir það ekki

Opnar þú stafræna pósthólfið reglulega? – Það getur haft alvarlegar afleiðingar ef þú gerir það ekki
Fréttir
Í gær

Líf Helgu Rakelar allt annað eftir að hún fékk lyfið: „Ég er sterkari en ég var fyrir ári og það gerist ekki í þessum sjúkdómi“

Líf Helgu Rakelar allt annað eftir að hún fékk lyfið: „Ég er sterkari en ég var fyrir ári og það gerist ekki í þessum sjúkdómi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki tekst að uppfylla húsnæðisþörf á árinu og biðlistar langir

Ekki tekst að uppfylla húsnæðisþörf á árinu og biðlistar langir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Íslendingur sagður alvarlega særður eftir að hafa verið stangaður af nauti á Spáni

Myndband: Íslendingur sagður alvarlega særður eftir að hafa verið stangaður af nauti á Spáni