fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Fréttir

Keypti einstakan fána á uppboði og gaf Baldri – Vill sjá fánann fylgja honum til Bessastaða

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 27. maí 2024 19:30

Hinn sögulegi fáni myndi sæma sér vel á Bessastöðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Freyr Magnússon, tengdasonur forsetaframbjóðandans Baldurs Þórhallssonar, festi kaup á forlátum íslenskum þjóðfána á uppboði í Danmörku fyrir nokkrum árum. Hann hefur nú gefið tengdaföður sínum fánann og vill endilega sjá hann fylgja Baldri til Bessastaða.

DV greindi frá uppboðinu í júní byrjun árið 2021 en það var haldið hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen.

Fáninn er 131 sinnum 188 sentimetra stór og áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins. Áritun Sveins hefur aukna þýðingu í ljósi þess að hann var forsetinn sem staðfesti lög um íslenska þjóðfánann.

Sjá einnig:

Merkilegur og sögulegur íslenskur fáni á uppboði í Danmörku

Ekki var gefið upp hver seljandinn var en samkvæmt uppboðshúsinu var fáninn annar tveggja sem Sveinn áritaði til þess að gefa til styrktar uppboði fyrir hermenn sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni. Gert var ráð fyrir því að fáninn myndi seljast á 300 til 400 hundruð þúsund krónur.

Sveinn áritaði fánann.

Nú greinir Árni Freyr Magnússon frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi keypt téðan fána á uppboðinu. Einnig að hann hafi gefið tengdaföður sínum hann.

„Að sjá fánann fylgja tengdaföður mínum á Bessastaði væri alveg frábær viðbót við þá ánægju að sjá þennan trausta og góða mann kjörinn forseti Íslands,“ segir Árni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Að bera litinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Klúður lögmanns sem mætti ekki í dómsal

Klúður lögmanns sem mætti ekki í dómsal
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Umfangsmiklar aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi á heimsvísu – Lögðu hald á netþjóna misyndismanna á Íslandi

Umfangsmiklar aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi á heimsvísu – Lögðu hald á netþjóna misyndismanna á Íslandi
Fréttir
Í gær

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar
Fréttir
Í gær

„Glataðasta frétt vikunnar er fundin“

„Glataðasta frétt vikunnar er fundin“
Fréttir
Í gær

Strokufanginn og höfuðpaurinn í stóra Bitcoin-málinu hlýtur enn einn dóminn – Fór úr „stærsta ráni Íslandssögunnar“ yfir í misheppnað smygl

Strokufanginn og höfuðpaurinn í stóra Bitcoin-málinu hlýtur enn einn dóminn – Fór úr „stærsta ráni Íslandssögunnar“ yfir í misheppnað smygl
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi söngvari Spandau Ballet ákærður – Raðnauðgari með blæti fyrir að brjóta á sofandi konum

Fyrrverandi söngvari Spandau Ballet ákærður – Raðnauðgari með blæti fyrir að brjóta á sofandi konum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“

Dæmdur fyrir hótanir á Instagram – „Þu ert fkn dauður ef þu lætur ekki kærustu mína í friði. B… er í sambandi þótt hun segir annað við þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi sendiherra á Íslandi ræðst á Trump og Repúblíkanaforystuna – „Geðbilað raus“

Fyrrverandi sendiherra á Íslandi ræðst á Trump og Repúblíkanaforystuna – „Geðbilað raus“