fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ari eltihrellir dreifir nektarmyndum af fyrrverandi sem víðast

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 8. mars 2019 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann heldur úti fjölmörgum grúppum og Facebook-síðum til að hrella konur, sem voru annaðhvort að deita hann í stuttan tíma eða eru tengd einhverjum í kringum þær. Hafa jafnvel bara vogað sér að segja nei við hann. Hann auglýsir þær sem vændiskonur, bendlar þær við barnaníð og almennt reynir að eyðileggja mannorð þeirra.“ Þannig hljóðar nafnlaust ákall um hjálp í fjölmennum Facebook-hópi kvenna, sem nefnist: Stöndum saman – stefnumótaforrit.

Sá er hjálparbeiðnin snýst um er Ari Sigurðsson, 46 ára gamall maður sem búsettur er í Taílandi nú um stundir. Ari hefur ítrekað verið kærður til lögreglu fyrir margs konar stafrænt kynferðisofbeldi án þess að lögregluyfirvöld hafi getað stöðvað framgöngu hans. Þá hefur DV heimildir fyrir því að margar konur hafi lent í margs konar annarri áreitni af hálfu Ara eftir skammvinn samskipti við hann á stefnumótaforritum.

Ari Sigurðsson

Sendi grófar klámmyndir til DV og lögreglu

Á dögunum barst póstur frá Ara til ritstjórnar blaðsins sem innihélt ótal nektarmyndir af konu sem Ari hafði verið í sambandi með í stuttan tíma. Til að ögra yfirvöldum var afrit af póstinum einnig sent til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur DV heimildir fyrir því að sami póstur hafi verið sendur til allra samstarfsmanna konunnar þar sem gefið var í skyn að hún stundaði vændi. Þessi háttsemi Ara hefur verið kærð til lögreglu.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ari hefur uppi hegðun af þessu tagi. Í ágúst 2016 steig Björg Amalía Ívarsdóttir fram í viðtali við DV og lýsti sams konar háttsemi Ara. Hún hafði kynnst honum á stefnumótasíðu og sambandið gengið vel í fyrstu. Fljótlega fór að halla undan fæti og lýsti Björg Amalía margs konar andlegu ofbeldi sem hún sakaði Ara um að beita hana. Þegar sambandinu lauk fór hann að áreita Björgu Amalíu með ýmsum hætti, meðal annars dreifa niðurlægjandi myndum og myndböndum af henni sem víðast. Þá prentaði Ari út nektarmyndir af henni auk skilaboða um að hún væri að selja sig, og dreifði myndunum í póstkassa í fjölbýlishúsi sem Björg Amalía var búsett í.  Einnig hélt hann því fram að Björg Amalía hefði beitt hann grófu heimilisofbeldi.

Þegar DV hafði samband við Ara á sínum tíma vegna ásakana Bjargar Amalíu þá sagðist hann vera í fullum rétti til að birta myndirnar og myndböndin. „Þetta eru myndbönd sem ég hef fullt leyfi til þess að birta. Ég hef yfirleitt lent í því að enginn trúir því að ég hafi lent í þessu ofbeldi. Þetta er að mínu mati myndband á móti orði,“ sagði Ari.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala