fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Edda Falak: „Þetta virkar ekkert svoleiðis og hefur aldrei snúist um það“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. janúar 2022 19:00

Edda Falak - Skjáskot úr Fréttavaktinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Falak var gestur Margrétar Erlu Maack í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld og ræddu þær um málið sem hefur verið á vörum Íslendinga síðan Vítalía Lazareva steig fram og sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir af hendi þjóðþekktra karlmanna. Í kjölfarið fór af stað atburðarrás þar sem mennirnir hafa ýmist verið reknir, stigið til hliðar í sínum stöðum eða farið í frí.

Sjá einnig: Fimm þjóðþekktir karlmenn stíga til hliðar í kjölfar ásakana ungrar konu um kynferðisbrot

Margrét spyr Eddu í upphafi þáttarins hvort hlutirnir séu að breytast ofboðslega hratt þessa stundina í þessum málum. „Manni finnst eins og það sé mikið að gerast á stuttum tíma, hvernig er þín upplifun með það?“ spyr Margrét.

Edda segir að auðvitað séu breytingar og ánægjulegt að sjá þau skref sem verið er að taka. „Auðvitað erum við alveg að sjá breytingar og allt það. Það er auðvitað ótrúlega stórt skref að sjá fyrirtæki vera að taka afstöðu eins og við sjáum með Ísey og fleira,“ segir hún.

„Þetta eru góðar breytingar en erum við að sjá raunverulegar samfélagslegar breytingar? Ég veit það ekki, mér finnst við ekkert endilega vera að sjá eitthvað svakalegt vera að gerast. Fyrir utan það að hún [Vítalía Lazareva] tekur þetta stóra stökk með því að opinbera þessa sögu. Þetta var náttúrulega löngu vitað, núna er þetta opinbert en það verður áhugavert að sjá hvaða breytingar við munum sjá samfélagslega.“

Hvers vegna stíga þolendur fram í hlaðvörpum?

Þolendur ofbeldis hafa undanfarið í meiri mæli ákveðið að stíga fram með sína sögu í hlaðvörpum. „Þolendur virðast vilja mæta frekar í þessi hlaðvörp, í þann miðil frekar en hefðbundnari fjölmiðla,“ segir Margrét og spyr Eddu hvers vegna þetta gæti verið.

„Ég held að það sé svolítið þannig að þegar þú mætir í viðtal með svona sögu að þá er svo mikilvægt að þú sért að tala við einhvern sem þú veist að trúir þér, þú ert með fullkomið traust og þú ert með frjálsan tíma til þess að útskýra allt sem gerðist,“ segir Edda. „Þú ert ekki að mæta neinum sem þarf að vera hlutlaus og spyr spurninga sem lætur þér líða eins og þú sért að ljúga og annað. Svo höfum við líka bara séð það að fjölmiðlar eru kannski ekkert endilega að bjóða þolendum í eitthvað drottningarviðtal.“

„Hver verður næstur“

Undir lok viðtalsins spyr Margrét hvað sé næst hjá Eddu. „Hvað hérna, án þess að vilja hljóma eins og kommentakerfið: „Hver verður næstur?“, en hver verða næstu skref? Hvernig fylgir maður svona þætti eftir? Hver eru næstu skref hjá þínum þætti og í þessari umræðu?“ spyr hún.

Edda svarar og segir að næstu skref séu ekkert endilega annar þolandi sem kemur í viðtal. „Þetta hefur náttúrulega alltaf snúist um það að gefa öðru fólki, eða konum, þetta eru mest allt konur, rödd til þess að segja frá og skila skömminni án þess að vera á einhverjum nornaveiðum eða að nafngreina. Ég held að næstu skref séu ekkert endilega einhver þolandi sem kemur næst í viðtal, að þetta verði þannig að við förum að grafa út um allt. Þetta virkar ekkert svoleiðis og hefur aldrei snúist um það. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig þetta þróast.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Eddu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit

Vilja reisa vonarvita fyrir Grindavík – Upplýsta Grindavíkur geit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“
Hide picture