fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fréttir

Okuriðgjöld, fákeppni og fádæma góð afkoma tryggingafélaga segir FÍB

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 07:59

FÍB segir okur og enga samkeppni einkenna tryggingamarkaðinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að sterkt samband sé á milli okuriðgjalda, engrar verðsamkeppni tryggingafélaganna og fádæma góðrar afkomu þeirra. Samtök fjármálafyrirtækja segja þetta vera kunnugleg gífuryrði.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Eins og skýrt var frá í gær hefur FÍB sent formlega kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna skrifa Katrínar Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, SFF, um bílatryggingar. Telur FÍB að SFF hafi tekið að sér hagsmunagæslu fyrir tryggingafélögin og það sé ólöglegt því hún kunni að hamla frjálsri samkeppni sem valdi neytendum tjóni og brjóti gegn samkeppnislögum.

SFF eru á öndverðum meiði og telja að engin lög hafi verið brotin því samtökunum sé frjáls að fjalla um tryggingamarkaðinn og að þau hafi ekki dregið taum tiltekinna fyrirtækja.

Baksaga þessa máls er að FÍB staðhæfði að á síðustu sex árum hefðu iðgjöld bílatrygginga hækkað um 44% en á sama tíma hefði verðlagsvísitala hækkað um 17%. Á sama tíma hefði umferðarslysum fækkað verulega. „Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda,“ sagði FÍB sem er með 18.000 félagsmenn. Félagið sagði einnig að söfnunarsjóðir tryggingafélaganna þenjist út vegna oftekinn iðgjalda.

Katrín Júlíusdóttir brást við skrifum FÍB og var svargrein hennar birt á heimasíðu SFF og á visir.is. Í greininni segir hún að FÍB noti kunnugleg gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti og noti valdar tölur úr opinberum gögnum til að styðja fullyrðingar sínar. Gera SFF athugasemdir við framsetningu FÍB og segja að laun skipti miklu máli þegar kemur að fjárhæð bótagreiðslna, þau séu lögð til grundvallar tryggingarvernd. Laun hafi hækkað um 59% á fyrrgreindu tímabili og að viðgerðarkostnaður bifreiða hafi hækkað um 36% á tímabilinu og því sé ekki hægt að horfa til vísitölu neysluverðs þegar verðhækkanir tryggingafélaga eru skoðaðar, launaþróun skipti einnig miklu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur vill Covid takmarkanir áfram því hann veit ekki hvernig haustflensan verður – Kári vill allar takmarkanir burt

Þórólfur vill Covid takmarkanir áfram því hann veit ekki hvernig haustflensan verður – Kári vill allar takmarkanir burt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“