fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fréttir

„Þeir sem eru ólíklegastir til að fara á skemmtistaði eru mest hlynntir styttingu“

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 17:30

Mynd af Hauki/Hmenntun.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum gerði Maskína könnun fyrir fréttastofu Vísis, Stöð 2 og Bylgjunnar sem fjallaði um opnunartíma skemmtistaða á Íslandi. Þar kom í ljós að tæplega þriðjungur landsmanna væri hlynntur því að stytta opnunartíma þessara staða en einungis einn af hverjum fimm var á móti hugmyndinni.

Haukur Alfreðsson, viðskiptafræðingur, rýnir í þessa niðurstöðu í pistli sem hann birti á Vísi í dag. Hann bendir á að þeir sem eru líklegastir til að styðja styttingu opnunartíma er eldra fólk sem er gift eða í sambandi. Líklegastir til að vera á móti styttingunni er ungt fólk og þeir sem eru einhleypir.

„Hér má sjá nokkuð skýrt að ungt og einhleypt fólk er líklegast til að setja sig upp á móti breytingunum meðan að eldra fólk og fólk í sambandi er mest fylgjandi breytingunum. Það þarf ekki að leita langt til að komast að því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda skemmtistaði eru ungt fólk og sömu sögu má segja um einhleypa,“ segir Haukur og bætir við að gamalt og harðgift fólk stundi það talsvert minna að fara á skemmtistaði.

Skemmtistaðir í miðbæ Reykjavíkur eru þeir sem fólk hefur mest rætt um upp á síðkastið en Reykvíkingar eru sáttastir við núverandi ástand.

„Já okkur Íslendingum leiðist heldur betur ekki að hafa sterkar skoðanir á hvað aðrir mega gera þó að við sjálf tengjumst málinu í raun ekkert. Vitanlega á ekki að gefa áliti þeirra sem aldrei stíga inn á skemmtistaði og finna varla fyrir tilvist þeirra gaum í þessari umræðu,“ segir Haukur.

Þetta þýðir að þeir einstaklingar sem eru í eldri kantinum, giftir eða í sambandi og búa úti á landi eru þeir sem eru hlynntir styttingu opnunartíma skemmtistaða.

„En aftur að forræðishyggju og þá einstaklingsfrelsinu. Af hverju eru lög um opnun skemmtistaða eins og þau eru nú fremur en að smíða regluverk eftir t.d. staðsetningu og reglum um hávaða? Í dag (án Covid reglna) má enginn sitja á bar til lengur en klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum til fimmtudaga. Á hverju byggir það?“ spyr Haukur og bendir á að sumt fólk í vaktavinnu á frí í miðri viku en ekki um helgar.

Hann vill meina að það fólk ætti að eiga möguleikann á að spjalla á barnum til klukkan þrjú.

„Mér þykir svo einkennilegt að við treystum fullorðnu fólki fyrir að keyra þúsund kílóa stálflykki á fleygiferð en ekki til þess að ráða eigin háttatíma. Væri ekki nær að leyfa skemmtistöðum að finna út úr þessu sjálfum eftir hvernig eftirspurn neytenda er háttað í samspili við leyfilegan hávaða? Þá er hægt að hafa til dæmis strangari skilyrði í úthverfum en rýmri í miðbænum,“ segir Haukur.

„Er það að fara loka barnum snemma að fara breyta nokkru nema að djammið dreifist um víðan völl, í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi raski fyrir nágranna og þar sem engir barþjónar eða dyraverðir eru til að skarast í leikinn þegar illa fer?“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópslagsmál ungmenna

Hópslagsmál ungmenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málsvörn Angjelins – „Því sá hann ekki annan kost í stöðunni en að skjóta að brotaþola þar til hann lést“

Málsvörn Angjelins – „Því sá hann ekki annan kost í stöðunni en að skjóta að brotaþola þar til hann lést“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úraævintýri Óla Geirs á enda – Nora Watches úrskurðað gjaldþrota

Úraævintýri Óla Geirs á enda – Nora Watches úrskurðað gjaldþrota
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir sýna ógrynni rotnandi eldislaxa í sjókvíum á Reyðarfirði

Nýjar myndir sýna ógrynni rotnandi eldislaxa í sjókvíum á Reyðarfirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögmaður Angjelins telur að mikilvæg atriði úr vitnaleiðslum hafi farið framhjá fjölmiðlum

Lögmaður Angjelins telur að mikilvæg atriði úr vitnaleiðslum hafi farið framhjá fjölmiðlum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íbúar Reykjanesbæjar mótmæla fyrirætlunum um öryggisvistun – Undirskriftum rignir inn

Íbúar Reykjanesbæjar mótmæla fyrirætlunum um öryggisvistun – Undirskriftum rignir inn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þórhildur Gyða lýsir meintri árás Kolbeins – „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“

Þórhildur Gyða lýsir meintri árás Kolbeins – „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Már var áminntur af lögmannafélaginu fyrir miðnæturpóst á Facebook – Hegðunin sögð „ámælisverð og ósamboðin lögmannastéttinni“

Jóhannes Már var áminntur af lögmannafélaginu fyrir miðnæturpóst á Facebook – Hegðunin sögð „ámælisverð og ósamboðin lögmannastéttinni“