fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan ákærir Tona og félaga – Kókaín og rafstuðbyssur í Garðabænum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 14:32

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson auk fjögurra annarra vegna brota á vopna- og fíkniefnalögum. Af ákærunni, sem DV hefur undir höndum, má ráða að lögreglan hafi ráðist í húsleit á heimili Antons í Akrahverfinu í Garðabænum þann 11. mars 2019. Samkvæmt ákærunni fundust þar þrjár rafstuðbyssur auk kókaíns. Segir í einum ákæruliðnum að Anton og tveir aðrir hafi haft 0,73 grömm af kókaíni á sér og að „hinir ákærðu höfðu í sameiningu verið [að] neyta efnisins í þann mund er lögregla mætti á heimilið til leitar.“

Til viðbótar við grömmin 0,73 fann lögreglan 33,74 grömm af kókaíni og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögreglan segir hafa verið í vörslu Antons og fjórða mannsins. Samkvæmt upplýsingum DV hefur annar maður þegar játað á sig vörslu 33,74 grammanna, og sá þáttur málsins því afgreiddur.

Að lokum lagði lögreglan hald á 0,58 grömm af kókaíni sem var í vörslu fimmta mannsins, að því er fram kemur í ákærunni. Samkvæmt heimildum DV játaði sá maður vörslu efnanna og greiddi sekt vegna þess ákæruliðar. Telst þeim hluta því einnig lokið.

Lögreglan krefst þess að kókaínið, kannabisefnin og rafstuðbyssurnar verði haldlagðar og ákærðu gert að sæta refsingu.

Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness og var síðast tekið fyrir 4. júní.

Anton Kristinn hefur komið töluvert við sögu fjölmiðla undanfarin misseri. Hann var til að mynda fyrirferðarmikill í umfjöllun um umfangsmikinn gagnaleka innan úr lögreglunni og Héraðssaksóknara en gögnin vörpuðu ljósi á sambands Antons og lögreglunnar þar sem Anton virðist hafa látið lögreglu í té upplýsingar úr fíkniefnaheiminum.

Anton var þá jafnframt handtekinn í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar á Suðurlandi í febrúar vegna gruns um tengsl hans við morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði. Sætti Anton gæsluvarðhaldi og síðar farbanns vegna málsins.

Lögregluskýrsla sem DV birti í síðustu viku varpaði ljósi á aðgerðir lögreglunnar daginn eftir morðið. Sýndu þær að grunur lögreglu beindist svo til undir eins að Antoni. Voru símar Antons meðal annars hleraðir og leitað var í fasteignum á hans vegum.

Lögreglan gaf síðar út ákæru á hendur fjórum einstaklingum og eru þau öll ákærð saman fyrir morðið á Armando. Við þingfestingu málsins játaði einn af þeim fjórum á sig morðið, Angjelin Sterkaj. Sagðist hann hafa verið einn að verki.

Anton var ekki á meðal þeirra ákærðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar