fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Afhjúpun: Öll lögreglan vissi af byssu Angjelins 25 dögum fyrir morðið – Vissu líka um ferðir hans dagana á undan – Sjáðu lögregluskýrsluna

Heimir Hannesson
Föstudaginn 4. júní 2021 20:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vissi bæði af byssu Angjelins og hvar hann var niðurkominn dagana fyrir morðið á Armando Beqirai. Lögreglan fylgdist með Angjelin funda með þekktum mönnum úr undirheimum landsins en handtók hann ekki. Skilaboð um byssueign Angjelins fóru á „alla lögreglumenn“ 25 dögum fyrir morðið.

„Eftirlit lögreglu hefur leitt það í ljós að Anton Kristinn Þórarinsson kt. […] og Angjelin Sterkaj kt. […] hafa verið talsvert saman síðustu daga.“ Svo hefst skýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um rannsókn á morðinu á Armando Beqirai sem skotinn var til bana með skammbyssu fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík laugardagskvöldið 13. febrúar.

Heimili Armando Beqirai við Rauðagerði. mynd/Valli

Angjelin hefur nú játað morðið á sig og sagðist við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa verið einn að verki. Auk Angjelins voru þrjú ákærð í málinu, öll fyrir beina aðild að morðinu.

Sjá nánar: Öll fjögur ákærð fyrir manndráp – Claudia njósnaði um Armando

Lögregluskýrslan er skrifuð sunnudaginn 14. febrúar, daginn eftir morðið. Þar lýsir rannsóknarlögreglumaður tengslum Angjelins og Antons og er ljóst að grunur hefur beinst undir eins að Antoni.

„Stuttu eftir nýlegar fjölmiðlabirtingar um Anton Kristinn, að hann hafi verið upplýsingagjafi lögreglu í fíkniefnatengdum málum, sáust Anton Kristinn og Angjelin Sterkaj funda með öðrum þekktum aðilum í íslenskum undirheimum sem tengjast innflutningi á fíkniefnum,“ segir í skýrslunni. „Anton og Angjelin komu saman á bifreið á þann fund.“

Fjölmargir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Fjórir voru að lokum ákærðir. mynd/Anton Brink

Vissu af byssunni og fylgdust með Angjelin en handtóku ekki

Þá kemur fram í skýrslunni að lögregla hafi vitað af skammbyssunni sem síðar var notuð við morðið á Armando í Rauðagerði 25 dögum fyrir morðið. Í skýrslunni segir:

„Nokkrum dögum síðar, nánar þann 19.01.2021 var sendur póstur á alla lögreglumenn þar sem kom fram að:

„Lögregla hefði áreiðanlegar upplýsingar um að Angjelin Sterkaj kt. […] sé með skotvopn (skammbyssu) til umráða. Hann er á bifreiðinni […] sem er dökkgrár [S]koda.
Angjelin á heima í […], baka til.
Angjelin skaut úr skammbyssunni síðastliðinn laugardag í heimapartýi hjá Tona.““

Tekið skal fram að skömmu eftir morðið gekk myndband manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti byssu sveiflað inni í því sem virtist vera svefnherbergi og var hleypt nokkrum sinnum af vopninu. Því myndbandi fylgdi sú flökkusaga að myndbandið væri tekið í íbúð sem Anton hefði til umráða, líkt og fram kemur í skýrslunni, en það er rangt. Húsleit í annarri íbúð, ótengdri Antoni, sem ráðist var í síðar leiddi í ljós skotför sem pössuðu við efni myndbandsins.

Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana við Rauðagerði í febrúar á þessu ári. Hann sagðist við þingfestingu málsins hafa verið einn að verki.

Í Kompás-þætti Vísis um morðið á Armando og birtur var í byrjun maí kom fram að lögreglan hafi vitað að Angjelin væri vopnaður skammbyssu. Þar er haft eftir Margeiri Sveinssyni að lögregla hafi strax brugðist við og að leit að byssunni hafi hafist um leið. „Leitin hafi hins vegar ekki borið árangur,“ er haft eftir Margeiri í fréttinni á Vísi.

DV bar undir Margeir Sveinsson lögregluskýrsluna umræddu og spurði hann hvað er átt við í skýrslunni þegar sagt er að „allir“ lögreglumenn hafi fengið skilaboð um umrædda byssueign. Margeir kvaðst ekki vita hvað væri átt við með því, en það væru þá líklega „allir á landinu, eða allir í LRH [lögreglan á höfuðborgarsvæðinu]. Aðspurður hvort ekki hefði verið hægðarleikur fyrir lögreglu að handsama Angjelin í ljósi þess að lögreglan hafði hann undir eftirliti, líkt og fram kemur í skýrslunni, svarar hann að eftirlitið hafi ekki verið þess eðlis.

Enginn hleraðra ákærður

Í skýrslunni er jafnframt vísað til heimildarmanns lögreglu og hann þar hafður fyrir því að Anton hefði drepið Armando. Sagði hann að fjórir strákar hefðu komið til Íslands frá Spáni til að vernda Tona og að þeir væru jafnvel rússneskir. Þeir, ásamt albönskum strák (Angjelin), hefðu „gert þetta fyrir Tona.“ Þá kom fram að þessir strákar hefðu verið í sumarbústað fyrir norðan hjá Akureyri en hefðu komið til Reykjavíkur þennan dag.

Síðar í skýrslunni segir að lögreglan hafi tvo menn til grunaða um morðið og að þeir hafi haldið til í íbúð Antons í Garðabæ.

„Í ljósi alls ofangreinds, er það mat rannsóknardeildar að lögregla þurfi að beita sértækum rannsóknarúrræðum við rannsókn málsins og óskar lögregla eftir að fá að hljóðrita símtöl […]“ segir þar jafnframt. Ljóst er af lestri skýrslunnar að hún var lögð fyrir dómara í þeim tilgangi að fá heimild til þess að hlusta á símtöl mannanna fjögurra og að fá staðsetningu á símtæki með símanúmeri frá Litháen en Armando hringdi í númerið aðeins um 40 mínútum áður en hann var myrtur.

Hvorki Anton né mennirnir tveir sem lögreglan segist gruna um morðið í þessari skýrslu voru ákærðir fyrir aðild að málinu.

Lögregluskýrsluna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“