fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Icelandair hefur ráðið 800 manns til starfa fyrir sumarið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 10:00

Um er að ræða starfsfólk Icelandair sem sinnir meðal annars innritun, töskumóttöku, brottförum og þjónustu vegna týnds farangurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu mánuðum hefur Icelandair ráðið og endurráðið um 800 manns eftir því sem flugferðum hefur fjölgað og til að búa félagið undir aukin umsvif í sumar. Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Elísabetu Helgadóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Icelandair Group.

„Þegar faraldurinn skall á fyrir rúmu ári síðan þurftum við að ráðast í sársaukafullar aðgerðir til þess að verja störf til lengri tíma litið. Það er því mjög ánægjulegt að horfa nú til bjartari tíma og hefja ráðningar á ný,“ er haft eftir henni.

Aðspurð sagði hún að flest störfin séu framleiðslutengd flugstörf, þar á meðal flugáhafnir og störf í flugafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli.

Þegar umsvif Icelandair Group voru í lágmarki í janúar voru starfsmenn samstæðunnar um 1.500 og stöðugildin tæplega 1.300. Félagið hóf markaðssetningarherferð í Bandaríkjunum þegar opnað var fyrir ferðalög  bólusettra Bandaríkjamanna og hefur hún skilað sér í aukinni sölu.

Elísabet sagði félagið vera í sóknarhug og vísaði þar til þess að flugferðum á vegum félagsins fjölgar í hverri viku. „Í þessari viku eru brottfarir í millilandaflugi frá Keflavík um 50 og við sjáum fyrir okkur að vera komin upp í 100 brottfarir á viku fyrir lok júní að öllu óbreyttu,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi