fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Fréttir

Sölvi Tryggva eyðir hlaðvarpi sínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 16:30

Sölvi Tryggvason. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður virðist í óðaönn að fjarlægja allt efni sitt af Youtube og Spotify. Smartland Mörtu vekur athygli á þessu en við athugun á Youtube-rásinni Podcast með Sölva Tryggva sést að þaðan er allt efni horfið.

Hið sama gildir um Spotify-svæði Sölva.

Sölvi hefur haldið úti geysilega vinsælum viðtalsþáttum á Youtube og Spotify. Nýlega kærði fyrrverandi unnusta hans hann til lögreglu fyrir ofbeldi. Kæran kom í kjölfar viðtals sem lögfræðingur Sölva tók við hann í podkast-þætti hans þar sem hann lýsti sig saklausan af ásökunum um ofbeldi. Voru þá í gangi miklar sögur um meint ofbeldi Sölva en margt í þeim sögusögnum var óljóst og annað ekki í samræmi við staðreyndir.

Að kvöldi 14. mars hringdi Sölvi í lögregluna, að sögn vegna hótana þáverandi unnustu hans, en þau voru að slíta sambandi. Konan lýsir hins vegar í kæru á Sölva meintu líkamlegu ofbeldi hans gegn sér þetta kvöld.

Sölvi lagðist inn á geðdeild í kjölfar fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumfjöllunar um sig en dvaldist þar um stutt skeið. Lögmaður hans, Saga Ýrr Jónsdóttir, hefur sagt sig frá málum hans og beðið afsökunar á framgöngu sinni í áðurnefndum podkastþætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Ingó opinberar ástina
Neymar nálgast Pelé
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni við starfsfólk á Bessastöðum heldur starfi sínu en þolendur hans flýja

Maður sem hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni við starfsfólk á Bessastöðum heldur starfi sínu en þolendur hans flýja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eyþór tryggði sér sæti í úrslitum World Strongest Man – „Þetta er í rauninni bara ótrúlegt“

Eyþór tryggði sér sæti í úrslitum World Strongest Man – „Þetta er í rauninni bara ótrúlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal

Sólveig lést í morgun eftir slys í Flekkudal
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður

Björn krefur ríkið um 23 milljónir eftir að starf hans var lagt niður